2 Gummar fóru í leiðangur þessa geggjuðu góðveðurshelgi og ætluðu að ganga á skíðum inní Morsárdal með púlku, tjalda og sofa við Morsárjökul og ganga síðan á Skarðatind dagin eftir. En svo vildi til að snjólag var ekki nægilegt þannig að ákveðið var að fara í staðinn á Kristínartinda, enda mjög gott útsýni þaðan yfir Öræfajöulinn og inní Morsárdal/Kjósina til að taka myndir og skipuleggja næstu ferðir.

Við tókum því frekar rólega, byrjuðum á að skoða Svartafoss, gengum svo á Kristínartinda og komum fyrst við vitlausu megin við lágu tindanna utaní hryggnum. Það var þó bara gaman, enda ekkert lítið flottir. Þurftum að lækka okkur aðeins undir þá og ganga svo uppá sjálfann tindinn.

Það kom mér eiginlega bara á óvart hversu mikil ferð þetta var, ég bjóst við smá göngutúr, en endaði í 7-8 tíma ferð (reydnar með nokkrum myndastoppum, ásamt því að þurfa að troða svoldið af snjó).

Þarna er nóg af verkefnum næstu mánaða og stefnum við á að fara þangað sem fyrst aftur.

Myndir

Svartifoss á Skaftafellsheiði.
Svartifoss aftanfrá.
Gengið upp Skaftafellsheiði, kominn yfir leiðinlega snjóbrekku með hríslum til að veikja burðarþolið.
Gummi á leið ofar..
Og auðvitað þurfa menn að gæða sér á orkugjafa fjallamannsins. Ath að hann drekkur yfirleitt ekki kók, en þegar maður er í svona góðum aðstæðum er þetta
mösst!
Spændum upp fína snjólínu á milli kletta og fosins mosa.
Gummi fikrar sig upp.
Aðeins farnir að hækka af viti..
Hér erum við svo að koma uppá hrygginn að tindinum sjálfum, rétt áður en við komumst að því að við þyrftum að lækka okkur aftur.
Ofar dregur og myndirnar verða skárri.
Hér ákváðum við að lækka okkur hægramegin við þetta helvíti, það var of bratt niður báðumegin til að hætta í þetta, enda ekki einusinni með klifurbelti.
Flott útsýni er yfir Öræfajökulinn, hér blasa við Hrútfjallstindar(vinstramegin) og Hvannadalshnjúkur. Milli þeirra sést svo í Tindaborg alísað eins og allt annað.
Hérna er Morsárjökull, og þarna sést líka aurskriðan sem rann niður á jökulinn í fyrrasumar. Það verður gaman að koma aftur í sumar og sjá þetta í litacontrast.
Þegar á toppinn sótti fór að kólna þar sem köldu vindar Vatnajökuls voru farnir að læðast um okkur.
Þetta er nú ekki toppurinn sjálfur, þetta var bara svo kjörið tækifæri fyrir myndatöku... Gummi Sveinbj. (GSI) tók þessa mynd.
Hér er svo loks farið að nálgast á toppinn, þetta er þó ekki blátoppurinn sem sést þarna, gengið er framhjá vhf endurvarpa Landsbjargar fyrst.
Svo erum við komnir á toppinn.. Ég held svei mér þá að maður taki þrífótinn með næst...
Svo var gengið niður, brekkan þarna fyrir miðri mynd er leiðin uppá topp. Fyrst komum við að klettinum þarna oddhvassa vinstra megin á myndinni.
Svo var auðvitað kíkt á Jökulsárlón.