Ég og Óðinn vöknuðum upp á þessum geggjaða veður degi með það í huga að fara að príla í ís eða rispa keltana í Múlanum. En um leið og við sjáum Súlurnar baðaða í sólarljósi innst inní dalnum þá fór sú hugmynd um klifra í skugganum útum gluggan, enda kominn góður tími síðan við fórum í alvöru fjallgöngu. Veðrið var algjörlega með besta móti og útsýnið frábært, við ákváðum að hlaupa á allar súlurnar en enduðum bara á að taka 3 þar sem tíminn var ekki með okkur og við þurftum að vera komnir í bæjinn fyrir kvöldmat. En þó magnað útsýni og við munum sennilega smella okkur aftur þangað nema í það sinn að fara Leggjabrjót via Botnsúlur og klára pakkan.

kveðja, Arnar

Myndir

Fysta snjóbrekkan
Bjór á toppnum, "Hey ekki drekka allt!!"
Horft út Hvalfjörðinn.
The long way home.
Ljótt þarna.. horfið aðeins til hægri og það lagast.
Nei nei.. aðeins og langt til hægri.
Fín brekka uppá Háusúlu.
Hryggurinn að Suður-Súlu.
Toppmynd.. á næst hæstu súlunni suður-súla í bakgrunni.
Á leiðinni á 3 súluna í pakkanum.
Enn ein snjóbrekkan.. hey bíddu nú aðeins.
Alltaf á leiðinni.