Við Þórhallur skelltum okkur í helgarferð á Mælifellsnhnjúk og Spákonufell. Upprunalega planið vaeyndar að taka Hreppsendasúlur í leiðinni, en það var ekki hægt vegna ófærðar á lágheiðinni. Fyrri daginn fórum við á Mælifellshnjúk í frábæru veðri og geggjuðu færi (allvega fyrir snjóþrúgurnar) og tók uppgangan ekki nema um 1,5 klst. Útsýnið af tindinum var mjög flott, en stöku ský fór yfir okkur af og til. Eftir hnjúkinn fórum við svo norður á Akureyri í sund og gistum svo þar.

Seinni daginn var haldið í bæinn og í leiðinni stokkið á Spákonufell norðan við Skagaströnd. Efst á því er klettabelti sem lítið mál er að komast uppá norðanfrá. Við lentum hinsvegar í smá vindhviðum og skafrenningi þegar við komum upp, en það er bara til að gera þetta skemmtilegra..

Myndir

Mælifellshnjúkur séður frá Norðurárdal.
Þórhallur í hlíðum Mælifellshnjúks.
Horft niður eftir hrygg Mælifellsnhjúks.
Skagafjörðurinn. Tekin frekar vítt, en við sáum vel í Drangey áður en skýin heilsuðu uppá okkur.
Á toppnum er svo endurvarpi Landsbjargar, en hann er vel ísaður sem stendur.
Þórhallur á toppbrún Hnjúksins.
Svo í svona góðu veðri verður að svala sér og gerðum við það almennilega.
Haldið af stað niður.
Hér erum við svo á leið á Spákonufellið, klettabeltið sést þarna blasa við.
Þórhallur kominn á topp Spákonufells.
Svo birti aðeins til á leið niður.