Ég fór með pabba og Þórhalli á Lómagnúp á laugardaginn. Við fórum austur að saxa á fræga listann hans Þórhalls. Lómagnúpur varð fyrir valinu þessa helgi enda eru flestallir tindarnir sem eru eftir í suður-Vatnajökli. Í fyrstu ætluðum við að stytta okkur leið og fara upp gil og þar um snjólínu sem við vorum búnir að koma auga á en þegar alveg að henni var komið vantaði skyndilega 20 metra í leiðna og var algjörlega þverhnípt gil niður.

Þar sem við vorum ekki með 20m álstiga með okkur þurftum við að snúa við og fara um aðra mun lengri leið. Sú leið liggur inn dal sem var síðan fullur af mjúkum snjó og sáum við þar mikið eftir snjóþrúgunum sem urðu eftir niðri í bíl.

Eftir um 11 tíma af vitleysisgangi og síðan rölti upp á tind vorum við komnir aftur niður í bíl frekar svangir þar sem við tókum aðeins með okkur einn kexpakka í nesti þar sem við héldum að þetta væri ekki meira en svona 4 tíma rölt. En við vorum það seinir niður að fyrsta búllan sem var opin á leið okkar var N1 stöðin í Ártúnsbrekku !

Myndir

Jón gengur upp brekkurnar.
Þarna blasir tindurinn við. Það þarf að fara svona langt frá toppnum til að komast uppá fjallið. Ekki er hægt að klifra upp vegna lélegs bergs.
Stutt broddastopp.
Myndavélarnar voru hátt á sveimi þennan dag. Þarna er pabbi með gömlu Nikon vélina mína, en ég fékk mér nýja í fyrra.
Gengið upp brekkurnar, frekar löng gönguleið en mjög greið.
Gummi að munda vélina..
Hér er svo tindurinn í öllu sínu veldi og alveg mjög hátt niður þegar litið er framaf brúninni. Brekkan niður til vinstri heitir Tittlingsskarð.
Horft niður um eitt skarðið vestan megin í fjallinu.
Horft eftir brúninni.
Horft eftir brúninni.
Hér er brúin yfir Núpsá og varnagarðarnir. Útsýnið þarna er alveg ótrúlega gott.
Hér er um við síðan á toppnum. Þetta var tindur númer 149 ef ég man rétt hjá Þórhalli, en hann er að klára alla tindanna í bókinni Íslensk fjöll (151 tindur).
Jón á toppnum.
Jújú.. ég var víst þarna líka...
Og Þórhallur.
Þórhallur fer á austurhlutann til að virða fyfir sér útsýnið yfir Skeiðarárjökull.
Á leiðinni niður sjást pússaðir klettar Lómagnúps.
Á móti sól..
Gummi við brúnina.