Góðveðurshelgina 18-20 apríl fórum við pabbi og Þórhallur í ferð austur í Suðursveit í fjallaferð. Í þessari ferð var áætlunin að taka eina 3 tinda með stæl og halda svo montnir heim á leið.
Fyrsta daginn var stefnan tekin á Snæfell-syðra sem er norðar á sama fjallahrygg og Þverártindsegg. Í bókinni 151 tindur er leið lýst upp Miðfellið úr Kálfafellsdal og þar áfram eftir hrygg uppá sjálft Snæfellið. Þessi leið reyndist vera ófær og eftir miklar uppflettingar og athuganir í gömlum ritum komumst við að því að það hafði verið reynt áður án árangurs.

En burt séð frá því að daginn eftir fórum við svo á Birnudalstind, sem er fremst í Kálfafellsdal og skilur það frá Skálafellsjökli. Þangað er gengið inn Birnudalinn frá Staðardal. Þetta er mjög flott svona "mini-alpaleið" þar sem flottir tindar Kálfafellsfjallanna skaga uppúr landslaginu. Þetta var ágæt dagleið, og í þessu færi sem við vorum í var eins gott að við vorum á snjóþrúgum.

Þegar á toppinn sjálfan var komið brá mér frekar í brún hve ofsalega flott útsýni og alpaumhverfi umlykur þennan tind. En ég ætla ekki að flækja þetta neitt frekar, ég er auðvitað búinn að sannfæra alla um að fara þangað upp, enda með flottari tindum landsins!

Viðauki:

Tilraun við Snæfell um Miðfell:

Við reynum þann 18. apríl að klífa Snæfell með að ganga upp Miðfellið eins og lýst er í bókinni Íslensk fjöll en það gekk ekki vel. Mjög laust berg er í þessu fjalli og tindar uppúr því eru mjög margir og brattir þannig að uppganga um Miðfell reyndist ekki vera möguleg. Hér eru nokkrar myndir frá þeirri för:

Myndir

Komnir upp í Birnudalinn sjálfan. Lítil á rennur niður dalinn og er á flestum stöðumm brúaður með snjó.
Svo er þetta auðvitað lang besta vatnið!
Þórhallur gengur upp Birnudalinn. Án snjóþrúganna hefði þetta verið algjörlega ógerandi.
Afram er haldið inn dalinn.
Þórhallur og Jón koma upp brekku innarlega í dalnum.
Áfram heldur maður að hækka sig. Tindurinn þarna vinstra megin á myndinni heitir Miðbotnstindur.
Þegar ofarlega er komið er mjög flott landslagið.
Syðri endi tindaröð Kálfafellsfjalla.
Hér erum við svo við tindinn sjálfan. Við fórum ekki uppá tindinn þarna bakvið þó hann hafi verið ca. 1,5m hærri en þessi því við vorum ekki með klifurbúnað.
Svo verður auðvitað að gefa report, Pabbi kallar með Tetra stöðinni og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að það var samband alla leiðina og spjallaði
ég svoldið við vin minn sem var einnig með stöð og var að ganga um Hafnarfjall í Borgarfirði.
Hér er ég svo hinumegin á tindinum með tindaklasann fyrir aftan mig og Skálafellsjökul hægra megin á myndinni. Kaldárnúpur sést í baksýn.
Skýjað yfir Kálfafellsdal, Þverártindseggin og Snæfell syðra standa uppúr og Öræfajökull í baksýn.
Svo var haldið niður. Við fórum svo bratta leið upp ótryggðir að við ákváðum að fara aðra öruggari leið niður. Svo er líka gaman að koma nær hryggnum til að ná fleiri myndum af honum..
Svo var haldið niður aðeins styttri og brattari en var farin upp og gekk það ágætlega.
Hér er svo horft inn Vatnsdalinn í botni Kálfafellsdal og Snæfell sést þarna skaga uppúr jökulbreiðunni. Þangað verður farið mjög bráðlega!
Pabbi í smá afkæðingarpásu, enda ekkert smá heitt þennan dag.
Þórhallur gengur upp brekkur Miðfells, Kálfafellsdalur í baksýn.
Smá svona artí-fartí sjónarhorn sem ég sá þarna á leiðinni.
Þetta er ekki beint besta umhverfið til göngu, en við fórum ekki mikið lengra en framhjá þessum næsta kletti, þar tóku vonlausir klettar og gil við.
En það eru mjög flottir litir í klettunum þarna. Þetta er svipað laust og í Þverártindseggi, fyrir þá sem hafa komið þangað á sumartíma.
Þórhallur í brekkum Miðfells.
Þetta er síðasta myndin sem ég tók áður en við snerum við, en við fórum ekki mikið lengra en einn hrygg í viðbót.
Hér er pabbi að ganga beint í áttina að Karli og Kerlingu í botni Kálfafellsdal.
Myndavélarnar voru auðvitað hafðar á lofti mestallan tímann, enda aðstæður hreint frábærar!