Hvítasunnuhelgin sjálf, stefnan var tekin á Hnjúkinn sjálfan fyrir ferðafélagið, ég er enn með samviskubit yfir því að hafa beðið lausnar úr þeirri ferð, en dáldið hafði fækkað úr hópnum vegna veðurs.

En allavega héldum við pabbi og Þórhallur austur í Berufjörð og klifum Stöng. Talað er um það í gömlum Ísalp ritum að fjallið hafi verið klifið 1985. Heimafólk var ekkert sérstaklega hrifið af áformum okkar á Djúpavogi þegar við kváðum hvað stæði til. En allt gekk þetta vel og tindurinn var mun auðveldari en ég hafði gert ráð fyrir. Smá klettabrölt og skildi ég eftir sling á toppnum til niðursigs.

Veðrið var ágætt, og rofaði til akkúrat þegar við komum á toppinn.

Myndir

Þórhallur að græja sig fyrir brottför.
Gummi að ganga upp brekkurnar.
Svona lítur þetta út neðanfrá.
Jón og Þórhallur að ganga upp.
Mikið dró fyrir og frá fjallinu.
Þórhallur alsæll á leið á tindinn.
Farið er upp snjólínu NA megin í fjallinu.
... þaðan upp bratta brekku.
Þetta er lægri tindurinn, en vinstra megin bakvið "söðul" er hærri tindurinn.
Enn sá lægri.
Við félagarnir, enn á þeim lægri...
Hér erum við komnir uppá aðal tindinn og Þórhallur er að ganga á blátoppinn.
Pabbi kominn á brúnina.
Þórhallur, nýbuínn að klára 143. topp bókarinnar Íslensk fjöll og á því 8 eftir.
Svo var að koma sér niður, þið sjáið slingið utanum steininn þarna.
Slakaði þeim niður og skildi svo þetta bláa sling eftir.
Þórhallur alsæll með að hafa klárað tindinn sjálfan.
The "belayer"
Hér erum við svo að verða komnir niður, dáldið mikið þoka að slæðast kringum tindana.
Svo þegar maður er búinn að keyra yfir hálft landið verður maður að nýta tímann og skoða sig svoldið um. Þetta er í Lónsöræfum.
Svo virðist sem grjótskriðan hafi runnið yfir vegin, þannig að ég þurfti aðeins að fara neðar í skriðuna í smá árfarveg.
Þessi foss var með eindæmum fallegur.