Heyrðu... hvernig væri nú bara að skella sér á hraundrangann svona fyrst við erum hérna.?? þetta var það sem Gummi Ingimars heyrði í vinnuferð til Akureyrar um helgina þar sem báðir Gummarnir á Neyðarlínunni voru. Allavega að þá vorum við með klettarekkann með okkur ásamt línum og tókum Þorbjörn slökkvilisstjóra með okkur á sunnudagsmorgun inn í Hörgárdal. Alltaf lítur tindurinn jafn tignarlega út, og var ekkert lát á því þennan daginn.

Algjört logn var þennan dag, heiðskýrt og um 20°c hiti, gæti ekki verið betra. Við gengum upp brekkuna frá Staðarbakka og benti mjög vingjarnleg kona okkur á brú yfir ána sem rennur niður dalinn. Gangan upp tók dágóða stund og svo þegar við komum uppá brún fjallsins tók ótrúlega flott útsýni við, niður yfir Öxnadalinn og til baka yfir Hörgárdalinn, svo ég tali nú ekki um að sjá Hraundrangann sjálfan í návígi ! Maður fékk auðvitað smá fiðring í magan við að koma uppað honum og maður passaði vel uppá að láta sér nú ekki detta í hug að snúa við.

En Þorbjörn þurfti að snúa við vegna tímaskorts og vorum við Gummarnir þá tveir eftir. Við fórum uppí fyrsta akkeri og höfðum til búnaðinn, maður vissi auðvitað ekkert hvað maður var að fara útí, en það gerir þetta svo spennandi, ég var með hnetusett, vinasett, hexusett og fleyga ásamt slatta af tvistum. Ég byrjaði að leiða upp í næsta stans sem var bara nokkuð greiðfært, allavega tók það mun meira á hausinn heldur en líkamann... Tók svo Gumma upp í stansinn og hélt svo í næstu spönn. Þegar ég var hálfnaður með næstu spönn heyrðist í Gumma að hann treysti sér ekki að fara hærra í þessu hriklaega umhverfi, hann væri bara ekki í andlegu jafnvægi fyrir svona. Ég skildi hann reyndar mjög vel og ef ég væri ekki svona hrikalega ruglaður hefði ég gert hið sama. En ég ákvað að halda áfram og klára verkefnin sem ég set mér því ég hafði reynsluna síðan helgina áður þar sem ég var nánast búinn með klifrið á Snæfell syðra, en sneri við án þess að klára þegar maður er nánast kominn upp... þetta er spurning um að vera með hausinn í lagi.. Ég var alveg haður á því að klúðra þessu ekki í einhverju svoleiðis kæruleysi.

Allavega að þá held ég áfram að klifra upp og fékk að finna fyrir mesta rope-dragi sem ég hef nokkurntíman fundið þegar ég var kominn vel upp í drangann. En ég lét mig hafa þetta langt uppfyrir næsta stans og kallaði svo niður og spurði um stöðuna á línunni "já, það er dáldill slurkur eftir", fékk ég að heyra þannig að ég held auðvitað ótrauður áfram þarsem ég var staðráðinn í því að klára þetta. Svo alltíeinu blasti tindurinn sjálfur við, ég kláraði þess örfáu síðustu metra og öskraði síðan eins hátt og ég gat... man ekki hvort ég hafi bara öskrað eða hvort ég hafi öskrað "JEEEESSSSSS" !!!

Það heyrði Gummi auðvitað og kallaði svo upp að það væri svona rúmlega meter eftir af línunni, djöfull var ég samt ánægður að komast á toppinn, á toppnum er gestabókabox, en engin gestabók! hinsvegar er annar glaðningur sem þið getið séð ef þið farið þar sjálf, en endilega takið þá með ykkur stílabók eða álíka til að skilja eftir í boxinu sem gestabók, ég lét mér nægja að sklija eftir nafnspjaldið mitt sem mér fannst reyndar frekar asnalegt, en betra en ekkert. (ég meina... maður verður að hafa sönnun fyrir þessu).

Smá partar af leiðinni eru frekar lausir í sér, en allsstaðar var hægt að finna góð grip og gekk þetta ótrúlega vel, það var bara einu sinni sem ég fékk dáldið fyrir hjartað, það var þegar ég steig á stóran stein sem ég hélt að væri traustur, en við álagið losnaði hann og hann var kominn svona 400m neðar á innan við 10 sek! með tilreyrandi látum.

Í heildina litið kom það mér á óvart hve mikið mál þetta var, ég bjóst ekki við svona miklu actioni, en þetta var mjög skemmtilegt. Mjög gott fólk á bænum sem gengið er frá, en voru því miður ekki heima þegar við komum niður.

Auðvitað tekur maður myndavélina með sér, annars gæti maður alveg eins verið heima hjá sér, ekki satt?

Myndir

Þorbjörn og Gummi I. að gera sig reddý.
Gengið er upp frá bænum Staðarbakka í Hörgárdal.
Bærinn Staðarbakki í Hörgárdal.
Horft inn Hörgárdalinn, frábært veður, frábært útsýni og frábær staður!
Smá lens flare, verst að ég gleymdi að taka filterinn af til að lágmarka glampann.
Gummi I. tekur stutta pásu í brekkunni.
Svona lítur brúnin út.
Svona 45° brekkur Hörgárdalsmegin, en snarbratt niður að Öxnadal.
Áfram heldur Gummi, dolfallinn að útsýninu niður í Öxnadal.
Öxnadalur.
Hér blasir svo kauði við!
Smá snjór er í hlíðunum og hér er Þorbjörn að hliðra sig yfir einn skafl.
Horft í Öxnadal, Hraunsvatn sést þarna og Þverbrekkuhnjúkur sker frá við Öxnadalinn.
Tindaröðin við Hraundranga.
Hér er ég að byrja á fyrstu spönnini, Gummi tryggir við fyrsta akkerið.
Hér er ég svo að komast í næsta akkeri.
Og upp kemur Gummi.
Sækir á þetta, og vá hvað það er alveg rosalega langt niður í Öxnadalinn !
Svona líta þessar tryggingar út, þarna á einhver karabínu og sling, en þetta er næsta akkeri sem ég hélt áfram uppúr. Tvisturinn er festur í nýrri fleyg sem leit mun betur út.
Hér er ég svo kominn á toppinn! sit ofaná steinunum og horfi á þetta rosalega fallega útsýni.
Hér kom ég upp.
Ekki alveg beint auðveldasti staðurinn til að taka af sér toppamynd, þannig að það er bara að halda vélinni eins langt út og maður getur.
Horft niður að Staðarbakka af toppnum.
Horft inn Hörgárdalinn af toppnum.
Þarna eru þónokkur toppakkeri, ég hætti við að skilja mitt eigið eftir þar sem þetta myndi nú alveg örugglega halda mér, sérstaklega þar sem það er vír þarna líka.
Hér erum við svo búnir að síga niður í fyrsta akkeri.
Svo var gengið niður brekkuna og mikið horft og myndað til baka.
Alveg frábært að hafa snjóinn til að ganga niður, mun mýkri og fljótfarnari niður.
Mjög falleg sveit þarna, og er þetta brúin sem okkur var bent á.