Nú hefur sá merki áfangi orðið að Þórhallur Ólafsson kláraði fyrstur manna alla tindanna í bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar Íslensk fjöll, sem inniheldur leiðarlýsingar á 151 íslenskan tind. Lokaspretturinn hefur verið snarpur, harður og glæsilegur. En þann 17. júní nýttum við okkur tækifærið og gengum á Sauðhamastind, næstsíðasta toppinn! Helgina áður hafði Þórhallur farið með góðu gengi í ævintýraferð á Sunnutind og Jökulgilstinda þar í nágrenninu. Svo var farin frábær lokaganga á síðasta tindinn, Baulu í Borgarfirði þann 26. júní sem er í næstu grein.

Í þessum leiðangri voru Þórhallur Ólafsson, Jón Helgi Guðmundsson, Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. Keyrðum austur á Illakamb, gengum niðurað og gistum í Múlaskála sem er mjög huggulegur fjallaskáli í rekstri Ferðafélags Austur-Skaftefellssýslu. Þar voru umsjónarmenn skálans sem tóku mjög vel á móti okkur og leist vel á verkefni Þórhalls og að hann væri alveg að ljúka við það.

Gangan sjálf gekk vel, mjög fallegt er að ferðast um þetta svæði og eru margar skemmtilegar gönguleiðir merktar og aðrar ómerktar. Litadýrðin er engu lík og mælum við tvímælalaust með því að gera sér ferð á þetta ótrúlega svæði.

Myndir

Lagt af stað frá Múlaskála.
Hér sést skálinn, en göngubrú er yfir jökulsána rétt vinstra megin við myndina.
Náttúran þarna er ólýsanleg, ótrúlegir litir, gil og klettar.
Merktar gönguleiðir eru um svæðið og milli skála, en hægt er að fara í lengri göngur og gista í skálunum. Spurning hvort hér verði hinn nýji "Laugavegur"?
Upp förum við, veðrið er glæsilegt og allir njóta þess í botn.
Eins og áður sagði er þetta svæði ólýsanlegt. Ljósmyndarar gætu eytt þarna heilu sumri við brúkun á gleiðlinsum og náttúruljósmyndum.
Gilin eru misdjúp auðvitað og nóg er af drykkjarvatni.
Sumsstaðar er möl, annarsstaðar mosi en allstaðar er fallegt á þessu svæði.
Hér var tekin extra góð vatnspása, og komumst við að því að þetta væri mjög góð árgerð af vatni þarna.
Eins og áður sagði að þá vatnar ekki náttúrufegurðina.
Við skelltum okkur upp þetta gil.
Hér erum við farnir að hækka okkur svoldið og þið sjáið út yfir Lónið.
Flott "texture" í snjólínum vetursins.
Addi að ganga uppað lægri tindnum.
Komnir á þann lægri, þá er bara sjálfur tindurinn eftir, eins og þið sjáið á myndinni.
Hér stöndum við svo allir á tindinum sjálfum, smá þoku breiddi yfir okkur, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vorum í svo góðu skapi að ekkert hefði getað
spillt stundinni.
Þessi er tekin í vestur og aðeins sést glitta í austur-skriðjökla Vatnajökuls. vinstra megin sést í Austurtungnajökul, og hægra megin í gilinu liggur Norðurtungnajökull. Bak við skýin eru svo Grendill, Deilir og Goðahnjúkar.
Addi lækkar sig niður hrygginn.
Gengið niður af tindinum, til hægri sést ofaní Hoffelsdalinn sem liggur upp frá Hornafirði.
Hér erum við nú nánast komnir niður, við fórum aðeins aðra leið niður sem er mjög falleg.
Þetta er svo göngubrúin yfir jökulsána, rétt vestan við Múlaskála.
Þessi er tekin á leiðinni til baka, en hér komum við niður af tindnum.