Þann 26. júní var farin hátíðsganga á Baulu í uppsveitum Borgarfjarðar, þar sem haldið var uppá að Þórhallur kláraði tindanna. Með í för voru sjálfir höfundar bókarinnar, Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Fulltrúar frá Útiveru og FÍ ásamt Gumma og pabba.
Þessi grein helst pínu í hendur við þá síðustu sem er um ferð á Sauðhamarstind.

Baula er mjög myndarleg grjóthrúga sem sést nánast allstaðar að úr Borgarfirðinum. Hressandi er að ganga þarna upp og mjög glæsilegt útsýni af toppnum. Við fórum þetta í algjöru toppveðri, algjörlega heiðskýrt og logn. Við stoppuðum í góða stund á toppnum þar sem haldið var uppá það að Þórhallur var á síðasta tindnum.

Myndir

Smá fossspræna þarna við upphaf göngunnar.
Hér erum við að leggja íann.
Hér var mjög góð 2008 árgerð af H2O.
Það er ekki að ástæðulausu að ég kallaði þetta stóra grjóthrúgu, en þetta getur verið varasamt ef ekki er varlega farið.
Hér blasir svo toppurinn við.
Ari Trausti óskar Þórhalli til hamingju með áfangan.
Kaffipása og spjallað á toppnum í geggjuðu veðri.
Ég skil ekki hvað allir voru mikið klæddir þarna, enda stend ég þarna með bumbuna útí loftið.
Sáttir eftir margar frábærar ferðir við að ljúka við bókina með stóru B-i eins og þetta heitir hjá þeim nokkrum. Myndina tók Páll Ásgeir.
Svo eftir dágott stopp var haldið niður.
Hér eru þeir svo þrír saman með fjallið í Baksýn, Ari Trausti Guðmundsson, Þórhallur Ólafsson og Pétur Þorleifsson.