Óðinn er búinn að vera iðinn við að róa undanfarið og skelltum við okkur félagarnir saman í smá öðruvísi ferð, en við ákváðum að keyra austur á fjallbak og róa Langasjó fram og til baka, en úr enda í enda Langasjós eru 20km loftlína.

Við brenndum úr bænum frekar seint á föstudagskvöldið þegar allir voru orðnir reddý og bátarnir strappaðir á bílinn. Þar tók við nokkurra klukkutíma akstur austur að Langasjó, en við fórum upp Árnessýsluna og upp með Hrauneyjum og inná Fjallabak nyðra. Loks komum við á afangastað um kl. 1 um kvöldið og tjölduðum á sandinum.

Dagin eftir var svo dótinu pakkað í bátanna, það er alveg magnað hvað þeir geta borið af drasli, og þvínæst var róað af stað. Við komum við á nokkrum eyjum og hittum göngufólk sem var klára að ganga hringinn. Landsvæðið þarna er hreint út sagt magnað og fyrir miðju vatni eru smá svona "sjávarhellar" sem flott er að skoða. Á því svæði rákumst við á svissnenskt par sem var líka að róa.

Undir kvöld vorum við loksins komnir á leiðarenda eftir marga klukkutíma róður og mörg náttúruundur og slógum við upp tjaldi, röltum uppá einn hól þarna til útsýnis og grilluðum okkur svo langþráða og góða máltíð með ísköldum og svalandi bjór. Af einhverjum ástæðum vorum við þó fljótir að sofna áður en allt ölið kláraðist hvernig sem stóð á því..

Morguninn eftir var algjörlega heiðskýrt, en við vöknuðum í smá frosti og skildi Addi eftir blautbúningin sinn ofaná bátnum f. utan tjaldið og var hann allur ísaður þegar hann ætlaði svo að fara í hann. En þegar við vorum svo komnir útí vatnið í sólina og byrjaðir að róa var orðið funheitt. Sunnudagurinn var mun fallegri í veðri, algjört logn var þarna og heiðskýrt. Svo slétt var vatnið á tímabili að það sást fullkomin spegilmynd í vatninu eins og sést á einhverjum myndum að neðan.

Báða daganna þegar ég var kominn í gang var ég með stóru myndavélina bara um hálsinn þar sem vatnið var svo stillt að ég var ekki hræddur um að baða hana, en það hefði samt orðið helvíti sárt þó að ég hafi bara verið með gömlu "backup" vélina.

Á leiðinni heim var svo komið við í Landmannalaugum og skellt sér í stutt og langþráð heitt bað, en eins og þið sjáið á myndunum fórum við hinsvegar í ískalt bað í alla staði !

Myndir

Fysta stopp var á EGO v. Holtagarða.
Addi á fyrstu eyjunni sem við stoppuðum á.
Óðinn.
Jájá.. einmitt..
Áfram var haldið milli eyja og fjara.
Svoldið fyndin tilfinning að vera að taka svona myndir sitjandi á vatni.
Addi heldur að hann sé kayak-hetja.
Hér er svo hellirinn sem ég minntist á í greininni, en ekki var hægt að taka mynd í honum án þrífóts sem ég tók ekki með.
Og áfram var haldið.
Hér tókum við fína pásu og fengum okkur smá nesti.
Smá náttúruútsýni frá stansinum.
Það leyndust nokkrir mjög rýrir snjóskaflar þarna við vatnið.
Addi ofurhetja tilbúinn til róðar.
Og áfram var haldið.
Helvíti flott andlitið þarna, minnir svoldið á SCREAM myndirnar gömlu.
Óðinn.
Svo verður auðvitað að svala þorstanum svona aðeins. Menn vilja þó ekki vera teknir fyrir ölvunarróður þannig að það voru notaðar litlar dósir.
Addi rær.
Flott berg þarna sem gengur beint í vatnið. Ekki þó klifurhæft nema á kannski einum stað sem við sáum. En því miður tókum við ekki klifurskó fyrir deep water solo
Flott sprunga þarna fyrir ofan Adda.
Litadýrðin þarna er frábær.
Hér eru svo tjaldbúðirnar okkar.
Svona var svo vatnið slétt á sunnudeginum.
Menn eru svona misjafnlega góðir að stilla sér upp fyrir myndatöku.
Svo þurfti maður nú auðvitað að baða sig smá í góða veðrinu.
Og auðvitað fylgdu þeir á eftir. Djöfull var vatnið kalt, sérstaklega þegar við stungum okkur ofaní...
Hér erum við svo á pallinum við Landmannalaugar á leið útí.