Loksins fór að frysta aðeins aftur hér á klakanum ef svo má kalla, því við skelltum okkur í smá ísklifurferðir, fyrst fórum við Addi með Sigga Tomma, Gunna og Marianne inní Eilífsdal þann 30. nóv en þar gekk okkur Adda ekkert að klifra, vorum eitthvað slappir og ég var nú reyndar með mjög vanstillta broddana eftir að ég breytti þeim úr mixbroddum. En allavega var ferðin góð og gaman að fylgjast með þeim klifra, enda þrusu klifrarar! Þið getið séð myndirnar hans Sigga á: http://picasaweb.google.com/hraundrangi

En við skelltum okkur svo aftur í sumarfrísísklifur á þriðjudeginum 2. des og þá var haldið inní Kjós og klifraðar bæði Spori og Konudagsfossinn. Þetta var ákveðið á síðustu stundu, en einnig voru hugmyndir um að fara í Múlafjallið í Rísanda/Stíganda.

Kjósin var í blússandi aðstæðum, en við byrjuðum á að klifra Spora þar sem Óðinn smellti sér af stað í fyrstu leiðslu sína í vetur, en við misstum af frostakaflanum sem kom um daginn. Spori er löng 3. gráða og ágætis upphitunarleið til að koma sér í gang fyrir veturinn. Ágætis stans er þarna efst þar sem auðvelt er að koma fyrir akkeri og v-þræðingu. Leiðin var það löng að ísskrúfurnar voru ekki nægilega margar þannig að meginakkerið innihélt m.a. ísexi, þangað til að ég kom upp með fleiri skrúfur úr veggnum áður en Addi öryggisfulltrúi kæmi upp og sæji þetta, en það er gott að geta reddað sér á öllu.

Næst var farið í Konudagsfossinn sem er stutt 4. gr. að ég held, var skemmtilega kertuð og alls ekki fær sömu leið upp og við Óðinn fórum í fyrra, en þá var líka svo mikill snjór að við fundum ekki Spora. En í fyrra klifruðum við hann vinstra megin upp, en núna byrjuðum við vinstra megin og hliðruðum til hægri. Ég vill nú kalla þetta fyrstu leiðsluna hjá mér í vetur líka, ég kalla nú þetta hnoð okkar Adda ekki til klifurs í Eilífsdalnum.

En dagurinn er orðinn mjög stuttur þannig að það var bara pakkað saman og drifið sig í bæinn eftir ágætis dag og loksins að við förum allir þrír saman og klifrum.

Á mánudeginum ætluðum við að taka NA hrygg Skessuhorns, vorum lagðir af stað en hættum við vegna mikils roks, en þegar við keyrðum Kollafjörðinn þá fauk sjórinn upp útaf rokinu, svo þegar við komum að göngunum þá sáum við í Skarðsheiðina og þá var ákvörðunin tekin um að hætta við og breyttum því bara í stuttan bíltúr/labbitúr í staðinn.

Tókum auðvitað einhverjar myndir, ekki merkilegar, en það er bara kominn tími á að pota einhverju hingað inn:

Myndir

Siggi og Gunni að gera sig reddý undir Súlunum.
Hér er svo Siggi að þruma upp miðsúluna.
Og hér kominn upp í stansinn.
Sami staður.
Yfirlitsmynd yfir súlurnar.
Marianne í stuði.
Þessi er líka úr miðsúlunni.
Svona leit Einfarinn út. Við Addi skröpuðum eitthvað aðeins í þetta á nokkrum stöðum.
Hér erum við svo á leið inní Kjós, þarna sést í Spora, en hann er frekar langur en brattur.
Óðinn leggur í'ann.
Addi tryggir.
Og upp fer hann.
Þetta mjakast svona.
Þarna er ég að koma uppí stansinn, fórum ekki ofar en þetta, enda er þetta alveg efst, og full 60m línulengd frá 1. pallinum.
Og þá eltir Addi.
Í svona litlu ljósi þarf maður að taka myndirnar frekar hægt, það kemur stundum ágætlega út að fá einhverja hluta myndanna hreyfða.
Smá spýtingur, alveg að komast upp.
Jæja, þetta er að koma.
Svo þarf að búa til v-þræðingu.
Og svo að kveðja þann sem fer fyrst niður.
Svo erum við að græjja okkur í næsta verkefni.
Ótrúlega þægilegt að hafa fínan stans þarna til að hliðra sig, en þunni ísinn lengst til vinstri á myndinni er leiðin sem við fórum upp í fyrra.
Hér er ég svo loksins lagður af stað.
Þarna er þetta nú svo bara langt komið.
Óðinn að elta upp. vel einbeittur og ákveðinn að góðum vana.