Jólaskíðunar- og jólaklifurdagur Ísalp var haldinn laugardaginn 13. des. Hópur fólks var mætt niður í klifurhús um morguninn og fór einn hópur í Skarðsheiði í fjallaskíðun og sögur segja að þar hafi þau fundið svakalegar skíðalænur!

Við komum 3 saman úr okkar teymi, Gummi St., Addi og Gummi minni og héldum með öllum hinum helmössuðu klifuröpunum inní Múlafjall þar sem við stefndum á Rísanda með Stíganda sem backup. Eftir góðan múlabrekkugöngutúr komum við uppað Rísanda í hundblautum slabbaðstæðum og ákváðum því að kíkja inní Leikfangalandið þar sem við komum að Stíganda í enn verri aðstæðum en Rísandi. Eina leiðin þarna sem okkur fannst vera í aðstæðum var Botnlanginn.

Við töltum þangað uppeftir, létum hópinn vita af aðstæðum okkar megin og klifruðum upp Botnlangann sem er auðveldur og þægilegur 3gr ísfoss. Erfiðast var að finna festur uppá brún til að setja upp akkeri þar sem einungis þurr snjór var yfir öllu og steinarnir allir lausir. Ég náði þó að koma öxunum báðum fyrir og svo eina hnetu á milli einu föstu steinanna á svæðinu.

Næst kom Addi upp, en Gummi varð fyrir því óláni að brjóta klifurbroddana undan skónum í miðri leið þannig að hann seig aftur niður. Eftir þessa leið fórum við til hinna sem voru á mixsvæðinu góða við hliðiná Íste og Pabbaleiðinni, þar var Gulli að leiða skelþunna ísleið og tók svo marga upp í toprope á eftir sér og skellti ég mér í eina ferð þar upp.

En það er komin tími á að hætta að skrifa einhverja vitleysu og koma með myndirnar. Ég vill þakka fyrir mig, mjög gaman að hittast svona mörg og fara saman að klifra!

Myndir

Addi streðar upp brekkuna í leikfangalandi.
Hér er ég kominn aðeins uppí leiðina, tók þarna af mér bakpokann og dró hann svo upp þegar ég var kominn upp.
Þessa mynd tók Freysi, snilldar skot hjá kappanum !
Gummi að leggja í'ann.
Þarna sést hvernig leiðin lítur út.
Hér erum við svo við mixsvæðið. Það þarf að fara að finna nicknafn á þetta svæði í stað 'við hliðiná íste og pabbaleiðinni'.
Þetta er Íste.
Þarna er Gulli kominn langt upp leiðina.
Hér var fínn ís til trygginga uppá brúninni.
Gulli kemur uppá brún eftir glæslega þynnkuís- og snjóleiðslu. Ég held að svipurinn segi allt.
Heiða alveg að komast uppá brúnina á eftir Gulla.
Freysi kemur líka upp og fór flott klettaafbrigði, tók dáldið góða seríu af honum þarna.
Það þarf að róta svoldið til að finna festurnar.
Flottur á því.
Flotta útsýnið.
Jæja... þetta fer nú að verða nóg af myndum af honum í bili, en það fóru nokkur gíg á þessum stað.
Jæja ok.. eina enn.
Hér er svo Sædís að koma upp.