Þetta var nú hálfger skyndiákvörðun í matarboðinu hjá ömmu í gærkvöldi, Addi hringdi í mig og spurði hvort við ættum ekki að fara út að viðra okkur á morgun, hann fékk nú hálf loðið svar þar sem ég var upptekinn við að spila vestfirska kvótasvindlið. "Ha, jú, jájá... eigum við ekki bara að heyrast á eftir , reynum að skella okkur eitthvað út.".
Eftir að hafa tapað spilinu naumlega fórum við svo heim. Á leiðinni fór ég að hugsa um hvað væri nú sniðugt að gera og datt þá í hug að ég hafði séð nokkrar myndir síðan í nóv. af þessari leið á vef Ísalp þar sem þrjár Ísalp skvísur fóru í leiðangur.
Við ætluðum reyndar þessa leið fyrir nokkru síðan en hættum við vegna veðurs.

En það var allavega neglt í þetta og við lögðum þrír af stað, ég, Jón og Addi. Tókum með okkur fullt af klettadóti og nokkrar skrúfur en enduðum nú á að nota ekki neitt af þessu. Við klifruðum þetta þannig að ég var fremstur, var með línuna utanum mig og 2 enda gegnum reversoið niður á strákanna. Ég fór svo upp höftin sem eru mun lægri en ég hafði gert ráð fyrir og settist þar niður og tók þá upp.
Það var á 2 stöðum sem ég var að hugsa um að setja eitthvað inn, en þá var svo stutt uppá brún að ég ákvað að ég væri miklu betur kominn upp heldur en hangandi á annari og að reyna að potast með eitthvað dót í hinni.

Þetta var allavega hin besta skemmtun, flott leið þótt það hafi verið þoka yfir okkur allan tíman, en það lagaðist auðvitað þegar við vorum komnir niður af tindinum og sáum við þá leiðina blasa við.

Læt fylgja með 2 myndir úr ferð okkar Adda í Grafarfossinn síðasta sunnudag þar sem við fengum að troða snjó uppfyrir mitti á leið upp gilið og tók ferðin að fossinum einn og hálfan tíma! sem varð til þess að við þurftum að snúa við í miðju klifri til að lenda ekki í myrkri.

Myndir

Á leið á hrygginn sjálfan.
Svona lítur þetta út, minnir að þetta sé nánast neðst.
Flott veður, skafrenningur og frost... verður ekki meira hressandi !
Þetta eru bara endalausir stallar m. 3-5m klettahöftum á milli.
Komið uppá næstu syllu.
Skafrenningurinn heillar, bætir og kætir.
Hér erum við svo komnir uppá topp eftir frábært brölt.
Við Addi við vörðuna.
Bakpokinn er ágætis þrífótur svosem... mætti kannski vera hærri en það er flott að sjá svona skóportrait af og til.
Svona leit vesturveggurinn út.
Og norðurveggurinn.
Svona lítur fjallið út úr hlíðum sínum... alveg endalaust tignarlegt, og með flottan skafrenning á hryggnum. Auðvitað þurfti það að hreinsa sig af skýjum þegar
við vorum komnir niður !
Teiknaði gróflega leiðina sem við fórum upp. Lýsing á leiðinni er hægt að finna í ÍsAlp ársriti 1987 ásamt mörgum öðrum leiðum í Skarðsheiðinni.
Addi að moka sig að Grafarfossinum.
Addi í stansinum að tryggja mig upp. Fáránlega mikill snjór yfir öllu, og við komumst að því að Nomic eru ekki ideal skóflur. Sáum eiginlega bara eftir að hafa
ekki neglt í kertið vinstra megin.