Helvítis fokking fokk - Tvíburagili 25. janúar 2009

Við erum búnir að fara tvær ferðir núna á flottan stað rétt við borgina í Búahömrum (fyrir ofan Flatus lifir vegginn). Fyrri ferðin var farin í frábæru veðri, en þá var skafrenningur, rok, smá slydda og þess háttar skemmtilegheit.
Í þeirri ferð klifruðum við smá í toprope í ískertum vinstra megin við Ólympíska félagið sem er heitasta leiðin um þessar mundir. Siggi T og Ási voru að klifra Ólympíska á undan okkur og reyndum við svo við það í ofanvaði þegar þeir voru búnir, en við kláruðum leiðina ekki.

Við Addi héldum aftur í gilið á sunnudaginn, 25. jan og vorum búnir að ákveða að klifra Helvítis fokking fokk sem er næsta leið við hliðiná Ólympíska handan hornsins sem er líka mixleið, en auðveldari. Ísinn þennan dag var á síðasta séns, enda var dáldið um íshrun í kringum okkur. Ég lét vaða í að leiða upp leiðina, tók með mér 2 stubbaskrúfur auk slatta af tvistum, boltarnir ná upp nánast alla leið, en smá ís er þar fyrir ofan sem gott er að geta skrúfað í. Ég setti inn eina skrúfu aðeins ofan við klettinn m. síðasta boltanum og kláraði svo upp í toppbolta. Addi fór svo næst en sneri svo við þegar hann var kominn uppað skrúfunni þar sem honum leist illa á þennan stökka hratt bráðnandi ís sem tók við.

Frábær leið, og svæðið er í frábæru færi frá Reykjavík, og auðvelt er að skreppa þangað eftir vinnu þar sem þetta er bara í Kollafirðinum.

Myndir

Siggi Tommi í Ólympíska.
Ási í Ólympíska.
Addi í kertunum v. hliðiná Ólympíska. Sést vel góðviðrið sem var þarna.
Dabbi á svipuðum slóðum.
Gummi St. að reyna við Ólympíska... tókst ekki þennan daginn.
Hér er svo Addi að klást við Helvítis fokking fokk.
Tók nokkrar af honum.
Þetta er djúsí, enda góð sturta alla leiðina.
Þarna sést í skrúfuna, er nokkuð viss að hún hefði haldið falli, enda var þetta örugglega þykkasti ísinn á svæðinu.
Veit ekki alveg hvaða svipur þetta er, en hann hlýtur að lýsa einhverju hugarástandi.