Skelltum okkur aftur í Tvíburagil með Óðinn með okkur að klifra þessa frábæru leið sem við fórum um síðustu helgi og aðstæðurnar voru bara mjög góðar þetta skiptið! Vorum að hugsa um Ólympíska, en þar sem það var töluverður ís í henni ákváðum við að ráðast strax í Helvítis fokking fokk aftur, enda beint sólarljós og brjálaðar photo aðstæður.

Þetta var bara mjög þægilegur og skemmtilegur dagur, fórum svo aðeins að brölta í þakinu hægra megin við helvítið, en þar eru fínir möguleikar fyrir erfiðar mixleiðir. Þegar við vorum að klára komu Skabbi, Bjöggi og Robbi arkandi upp og réðust beint í Ólympíska.

Vildi bara henda þessu inn þar sem það komu þónokkrar ágætar myndir úr þessari ferð !

kv. Gummi St.

Myndir

Svona leit Ólympíska félagið út þegar við mættum.
Óðinn að græjja á sig búnaðinn.
Að byrja á leiðinni.
Smá close-up.
Aðeins farinn að hækka sig.
Clip.
Smá hliðrun tekur þarna við.
Uppað neðri brún.
Lending.
Þvínæst lagði Addi af stað.
Í upphafi leiðarinnar.
Þessi leið er alveg endalaust skemmtileg, og alls ekki of erfið.
Clip.
Svo er gott að vera góður við ísinn og faðma hann dálítið.
Klippa næsta.
Þreifað fyrir sér.
Glæsileg staða.. hehe.
Svo tekur sólbrenndur ísinn við.
Ég fékk auðvitað að vera með og hengdi Adda upp með myndavélina.
Þetta er auðvitað bara stuð.
Best að koma þessu þarna fyrir.
Í sólbrennda ísnum góða.
Jájá... einmitt...
Fórum aðeins að fíbblast í þessu, fundum leið uppúr þakinu en við tekur mjög erfitt krúx upp brúnina.
Alveg að komast að næsta vin.
Þarna var gott hnetustæði og axafesta, svo er frekar langt reach í næstu festu.
Óðinn að kominn í þakkantinn.
Þetta er nú alveg ótrúleg staða, en næsta festa er í miðri sprungunni hægra meginn við Adda.. svo er spurning hvort þetta kerti sem glittir í nær einhverntíman
töluvert lengra niður?
Ekki voru teknar fleiri myndir þar sem ég fyllti minniskortið... það duga greinilega ekki 8Gb kort..