Undirbúningur f. ísklifurfestivalið á Bíldudal, Tvíburagili Búahömrum 8. febrúar 2009

Búahamrar voru enn einusinni heimsóttir af okkur, en þó klifruðum við 55° í þetta skiptið. Eftir það var farið yfir í tvíburagil þar sem múgur og margmenni voru að spreyta sig á glæsilegum mix-leiðum sem settar hafa verið þarna upp - allt frá M4 - M8.

Nýjar leiðir voru klifraðar og boltaðar þennan dag og verða þær skráðar á www.isalp.is en við notuðum tækifærið og reyndum við Síamstvíburann (M7+) fyrst Ívar var svo góður að klifra hana á undan okkur og koma fyrir tvistum, en við reyndum án árangurs eins og svo oft áður, þetta þýðir auðvitað bara að maður þarf að mæta oftar í klifurhúsið til að flexa r#&$vöðvanna :)
Andri var svo að frumklifra nýja leið sem hann er að vinna í og tók ég smá seríu af honum.

55° kom á óvart hvað skemmtanagildi hefur, ótrúlega skemmtileg leið, fórum í gegnum helli og eitthvað rugl, en alls ekki erfið, minnir að hún sé gráðuð WI3.

En allavega að þá eru myndirnar hér og svo er festivalið næstu helgi, en á fimmtudaginn ætlum við að leggja í'ann á Bíldudal þar sem basecamp verður, en þar í Ketildölum leynast víst nokkrar flottar skálar með íslínum.

Myndir

Dabbi þokast upp brekkuna að 55°.
Hér erum við búnir að klifra 55° tók engar myndir þar sem ég var að leiða með vélina í pokanum.
Hér erum við svo komnir í Tvíburagil og Gummi reynir við Síamstvíburann..
Svo fór Addi.
Svo kom Guðjón Snær og sýndi okkur hvernig átti að gera þetta.
Hliðrað í kertið.
Hér er Andri svo að byrja á nýju leiðinni sinni sem er fyrir ofan þaksprunguna sem við vorum að skrattast í síðustu helgi.
Clip!
Tók góða seríu af honum í þessari leið.
Gaman verður að sjá hver gráðan verður.
En leiðin verður auðvitað skráð á www.isalp.is þegar að því kemur.
Flott leið og nokkrar frekar akward hreyfingar.
Um að gera að nota mosann svoldið.
Eins og sést að þá eru nokkrar mjög frjálslegar hreyfingar.
Svo er bara að ná í kertið.
Fyrsta ísfestan.
Næsta skref.
Engar fótfestur eru þarna undir kertinu því kertið kemur framaf litlu þaki.
Svo er um að gera að nota klettinn líka.
Allt að koma.
Svo lappirnar.
Robbi prufaði svo á eftir.
Bjöggi myndaði Robba ofanfrá, og verður gaman að sjá þær myndir.