Loksins var komið að því, festivalið var haldið á Bíldudal helgina 13. - 15. febrúar. Yfir 40 klifrarar voru mættir þegar flest var bæði íslenskir og einhverjir í heimsókn. Veðrið var búið að vera geggjað í einhverjar vikur á undan og byrjaði að hlýna þessa helgi.
Við fórum 4 saman, Gummi, Addi, Óðinn og Dabbi - komum á fimmtudeginum með breiðafjarðarferjunni Baldri og vorum mættir á Bíldó um kl. 18.

Á föstudeginum gerði góða skúr sem bleytti vel uppí okkur, en við klifruðum bara eina leið í styttri kantinum þann daginn, sú leið var í þröngu gili þar sem 3 línur voru og kölluðum við leiðina Gliðruna, þar sem hún var þröng og blaut og settum á hana gráðuna WI 4. - Gliðran, WI 4 45m

Laugardagurinn var svo frábær í alla staði, bjart, léttskýjað, hiti rétt yfir frostmarki þannig að ísinn var það mjúkur og blautur að þetta var eins og að stinga hníf í heitt smjör að höggva öxunum inn. Í þetta skiptið fórum við aðeins legri leið eða í Innrihvilft eða 7andahvilft þar sem gullkisturnar eru grafnar samkvæmt sögunum. Þar völdum við ágætis lænu sem var um 200m neðri partur leiðarinnar var WI 4, en efsta haftið sem var lang brattast gerði leiðina að WI 5. Þessi leið var bara ansi fín, verst að Dabbi var að drepast í hnjánum þennan dag þannig að hann ákvað að klifra ekki með okkur, en tók myndir af okkur neðan úr dalnum þess í stað. Leiðina kölluðum við Bergmálið, wi 5 200m.
Um kvöldið var meistaraleg kjötsúpa í boði ÍsAlp, og heldur betur gat liðið étið, enda flestir mjög svangir eftir daginn.

Gestgjafinn, Jón Þórðarson frá Bíldudal ávarpaði svo hópinn og sagði sögur um skrímsli og gullkistudrauga á svæðinu.

Annars var ekki sérlega mikið myndað í þessari ferð, enda stuttur tími og aðallega klifrað.

Myndir

Þetta má finna inní Selárdalskirkju.
Svona lítur Innrihvilftin út, merkti leiðina okkar á aðra mynd.
Þetta er gilið sem við klifruðum í á föstudeginum. Þarna inni í skorunni eru 3 leiðir.
Svona lítur þetta út inní skorunni, við klifruðum bara leiðina í miðjunni, en hún og þessi hægra megin eru ca. WI 4, en þessi til vinstri er án efa WI 3.
Hér eru menn að græja sig fyrir uppferðina.
Óðinn langt kominn, en þessi leið var mjög þægileg, mikið af góðum hvíldum og hægt að tylla í klettanna.
Svo tók ég smá myndir niður á Adda þegar við vorum að elta upp..
Þetta kallast nú kannski ekki sjálfsmynd þó það sjáist í löppina á mér.
Hann var ísþyrstur strákurinn, enda búið að hlakka mikið til.
Ein skálin á svæðinu.
Smá preview af einum staðnum. Amk. einn hópur klifraði upp lænuna þarna alveg uppá brún held ég.
Þarna sést Gliðran wi 4 vel.
Hér sést svo leiðin Bergmálið sem við klifruðum á laugardeginum vel þarna hægra megin.
Addi í fyrstu spönninni af 4.
Óðinn í 3. spönn.
Addi að tryggja í 3. spönn.
Að klára 3. spönn.
Þarna var svo aðal hafið, eða 4. spönn... leit alls ekki út fyrir að vera mjög erfitt, en reyndist allavega mun brattari en við héldum..
Óðinn working it.
Á miðri leið.
Þessi er tekin neðan úr dal, og þarna sést Óðinn í efsta haftinu.
Meira zúmmmm.
Jón Þórðarson ávarpar hópinn þar sem kjötsúpuveislan var haldin.
Hafði þessa með í nesti, en þessi var tekin á Rauðasandi á leið heim á sunnudeginum.