Þessi grein gleymdist á sínum tíma, en skilar sér nú loksins.

Þann 5. febrúar fórum við þrír félagar af Neyðarlínunni saman á Eyjafjallajökul í skíðaferð. Veðrið var alveg ótrúlega flott og tók ég mér frí í vinnunni til að fara þessa mögnuðu ferð með Gumma og Einari sem voru í vaktafríi.

Við keyrðum austur fyrir fjall um morguninn og lögðum af stað uppá Eyjafjallajökul. Við gátum gengið á skíðunum nánast alla leið, settum skíðin undir okkur rétt fyrir ofan bæjarstæðið við Seljavelli. Snjórinn var þó ekki mjög mikill og dugði rétt til þessa ferðar.
Þó vorum við frekar í seinni kantinum og byrjuðum ekki að ganga fyrren um 10-11 leitið. En þegar við komum uppá topp var sólin að setjast fyrir aftan Vestmannaeyjar með tilheyrandi útsýni. Við fengum okkur að éta/drekka og skíðuðum svo niður í glampandi tunglbirtu sem var ógleymanleg reynsla.
Þegar komið var niður af jöklinum var snjórinn frekar risky til skíðaiðkunnar og held ég að skíðin séu ekki ennþá búin að fyrirgefa mér meðferðina, en þau fengu svoldið að snerta grjót sem leyndist undir þunnu snjólaginu. En allt slapp þetta og við komum sáttir í bæinn um kvöldið.

Myndir

Sólstafir yfir suðurströndinni í baksýn á leiðinni upp.
Gummi þurfti að taka skíðin af á nokkrum stöðum þarsem skinnin hjá honum virtust ekki ráða við hallann.
Kíkt á bæjarlækinn.
Yfirleitt er svona nú outtake, en læt hana flakka, greinilega kominn tími á þrif á filterum!
Hér er svo farið að sjá kvöldsólaráhrif, en þarna er Einar að fara upp síðasta kaflann á jöklinum sjálfum.
Þarna sést aðeins í sólina bakvið Eyjar.
Hér erum við svo komnir upp og sólin að setjast bakvið Eyjarnar.
Svo varð Einar auðvitað að prufa talstöðina sem hann burðaðist upp með.
Hér eru svo Gummi Ingimars og Einar með 112 fánann sáttir með daginn. Þá var bara eftir að skíða niður í glampandi tunglsljósi!