Áfram heldur guidamennskan, en í þetta skiptið var farið með flottann 15 manna hóp ásamt hundinum Láka á Hrútfjallstinda. Ferðin tók 17 tíma sem er jafn langt og sú í fyrra.

Við fórum frá bílastæðinu við Svínafellsjökul vestur fyrir Hafrafell, og þar upp hrygg sem leiðir inná jökulinn undir tindunum. Hópurinn stóð sig auðvitað mjög vel og byrjuðum við að fara á Vesturtind og fórum svo nokkur á Norðurtind, sem er hæstur. Brekkan niður af Vesturtindi verður alltaf brattari með árunum, en þegar ég prufaði að stinga snjóflóðastönginni í brekkuna fór hún nú ekki nema svona 50cm niður þannig að þetta er örugglega að verða komið. Jaðarsprungar var bara fín, ekkert mál að komast yfir hana, einnig sem lítið af sprungum sáust í Norðurtindi nema þessi eina stóra sem er yfirleitt sýnileg rétt undir toppnum.

Við hittum Örlyg sem fór fyrir hóp á tindana á sama tíma, þau höfðu lagt af stað 2 tímum á eftir okkur. Ætli það sé ekki orðið regla í okkar ferðum að troða fyrir annan hóp? En annars var þetta nú ótrúlega gott færi í þetta skiptið, þegar komið var á jökul var grjóthart undir okkur þannig að við sukkum ekkert í honum. Hinsvegar á niðurleiðinni var snjórinn orðinn vel sólbarinn og var þá vaðið í honum uppað hnjám sumsstaðar.

Veðrið var alveg ótrúlegt, en við byrjuðum í þoku sem fylgdi okkur í ca. 800m hæð og fyrir ofan það reyndist heiðskýrt þegar við komum á Hafrafell. Algjört blankalogn var næstum allan tíman sem var ótrúleg upplifun. Meiraaðsegja á toppnum hreyfði ekki vind. Aðeins var svo byrjað að gjóla á niðurleiðinni, en það var sáralítið. Þegar við komum í 1000 metranna byrjuðu að koma yfir okkur háský sem huldu okkur fyrir sólinni allan daginn, þau voru samt það hátt uppi að gott útsýni var yfir svæðið en svo komu auðvitað nokkur ský þegar leið á dagin.

Við sáum að sjálfsögðu hóp á Hnjúknum þegar við komum upp, spurning hvort þau sem þar voru hafi tekið eftir okkur, en útsýnið af tindunum er magnað!

Myndir

Hafrafell í baksýn, Efrimenn og Fremrimenn. Þarna erum við að koma uppúr þokunni.
Hvannadalshnjúkur sést hér skaga vel uppúr, en vinstra megin við hann er Tindaborg og hægra megin rís Dyrhamar af Hvannadalshryggnum. Þoka yfir Svína-
fellsjökli.
Hér sést svo í Hrútfjallstinda, frá vinstri: Vesturtindur, Norðurtindur, Miðtindur og Suðurtindur.
Birtir yfir Svínafellsjökli, þokan heldur á brott.
Hér sést svo Hnjúkurinn betur og háskýin að koma inn sem huldu yfir okkur.
Að komast inná jökul við Sveltisskarð.
Hér er farið inná jökulinn, Vesturtindur blasir þarna við.
Smá pása, litavalið á peysum í þessum hóp er til fyrirmyndar !
Haldið að Vesturtind, Skaftafellsjökull í baksýn.
Svona var brekkan niður af austanverðum Vesturtind. Leit illa út ofanfrá, sérstaklega vegna snjóblindu, en var svo ekkert mál.
Hér erum við svo komin uppá Norðurtind.
Á toppnum.
Tók svo nokkur portrett á toppnum, svona að nýta tækifærið.
Summit team.
Summit team.
Summit team.
Summit team.
Summit team.
Svo var haldið niður. Þetta er leiðin niður af Vesturtind.
Enn Vesturtindur. Þarna vinstra megin sést hvar ísklumpur hefur hrunið úr jöklinum nýlega.
Að koma úr snjónum, gott að losna úr línunni og broddunum, þá eru bara rúmir 1000 hæðametrar eftir niður.
Þarna er farið að þyngja yfir, enda komið frammá dag.
Þetta er ágætis leið þarna upp/niður, best er að fylgja hryggnum alla leið, annars lendir maður bara í löngum hliðarhalla.
Spurning um að kalla þetta Gönguskarð, en þara fyrir neðan er jökulsporðurinn á Skaftafellsjökli.