Gummi og Addi fóru á námskeiðið Ísklifur I með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum á laugardaginn. Dagurinn var tekinn snemma... vaknað kl. 6 og mætt uppí ÍFLM kl. 7.
Við lögðum af stað úr bænum svona um 8 leitið og vorum komnir uppað Gígjökli uppúr kl. 10. Þá var farið yfir ýmis atriði og gengið að jöklinum. Við fórum í ískveggs-beltið sem við Addi bentum þeim á þar sem við vorum þarna fyrir skömmu síðan.
Ísinn var heldur stökkur.. en hann brotnaði rosalega þegar hoggið var í hann. Við vorum settir í hóp þeirra sem höfðu prufað þetta áður, og leiðbeinandi okkar var enginn annar en sjálfur Jökull Bergmann. Hann var mjög skemmtilegur og kenndi okkur alveg hellllinnnngg. Sérstaklega var áhugavert þegar hann var að kenna okkur að "áttuþræða" upp íshengjur.

Myndir

Á leið framhjá lóninu við Gígjökul. Fremstur fer Einar Ísfeld leiðbeinandi.
Jökull Bergmann sýnir hér v-þræðingu.
allir á gaddanna.
Fínasta aðstaða fyrir námskeið þarna.
Verið að rigga toppakkerum.
Axartraversa
Mikið klifrað
Addi
Gummi í figure-4
Tryggt
Addi að spóla í fig-4
Einar "beygla" að klifra.