Það er auðvitað ekki nóg að fara einu sinni á vori á Hrútfjallstinda, og í þetta skiptið var veðrið æðislegt !

21 manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands hélt á Hrútfjallstinda þessa helgi. Þetta er annað árið í röð sem Ferðafélagið stendur fyrir ferð á tindanna, en í fyrra var farin sama leið (sjá grein hér).

Ég sá um fararstjórn í ferðinni og voru mér til halds og trausts með sitthvora línuna Ólafur Örn og Óðinn. Þeir stóðu sig eins og hetjur með línurnar og tókst ferðin mjög vel til.
Gengið var upp Hafrafell frá bílastæðunum við Illukletta, eftir þeim fjallahrygg uppá Hrútfjallið, yfir Vesturtind og þar uppá Norðurtind eða hátind sem er hæsti tindurinn. Þetta er í þriðja skiptið sem við komum að farastjórn á þessa tinda og verður trúelga ekki sú síðasta heldur.

Á sama tíma fór stór hópur á vegum félagsins undir stjórn Haralds Arnars á Hvannadalshnjúk sunnan við okkur og sáum við toppafaranna þar birtast og hverfa þegar við nutum útsýnisins.

Myndir

Komin áleiðis upp, í rúmum 1000m. Takmarkið í augnsýn og allir spenntir.
Hér nálgumst við svo Vesturtind eftir sólarupprás, mikil traffík var á tindanna, en 4 misstór teymi fóru upp þennan dag í sporum hópa síðustu daga !
Ólafur spenntur, enda útlitið gott. Frábært útsýni þarna yfir Hafrafellið og Efrimenn. Einnig sést glitta í Svínafellsjökul þarna vinstra megin.
Hér erum við undir Vesturtindi og þar skelltum við okkur í brodda fyrir brekkuna upp Vesturtind.
Hér erum við að hækka okkur talsvert, í baksýn sést Miðfellstindur greinilega hægra megin við miðja mynd efst.
Alveg að komast uppá brún.
Hér erum við komin á Vesturtind þar sem hann er hæstur. Varlega ber þó að fara nálægt brúninni því þetta er talsverð snjóhengja.
Agli leist vel á þetta, enda var hann búinn að vara mig við því að taka sig með í þoku. Í bak sést í hálfan Norðurtind, þá Miðtind og Suðurtind.
Svo er verið að græja sig í að fara yfir á Norðurtind sem er hæstur þeirra.
Hér sést annar hópur vera á leið á Noðurtind.
Miðtindur og Suðurtindur.
Komið niður af Vesturtind. bara fyrir 2 vikum þá var ekki nálægt því svona mikill snjór þarna !
Suðurtindur Hrútfjallstinda, þetta er einn flottasti og tignarlegasti tindur landsins.
Horft niður á Vesturtind úr hlíðum Norðurtinds.
Hér sést langt niður á Svínafellsjökul.
Þessi er tekin af brún Norðurtinds og hægra megin sést glitta í hátind Hvannadalshnjúks, nær er Tindaborg og hægra megin við/undir skýjunum er Dyrhamar. Svínafellsjökull byrjar þarna að brotna úr skálinni svona skemmtilega.
Það er nú ekki alltaf sem maður fær mynd af sjálfum sér, það er ókosturinn við að vera ljósmyndarinn. Þó náði ég að plata út mynd tekna af mér !
Egill með Miðtind og Suðurtind í baksýn. Takið eftir fólkinu á leið niður Suðurtind.
Friðrik v. sömu sýn.
Óðinn að pósa m. Hnjúkinn og Tindaborg í baksýn.
Og svo við Ólafur, sáttir með ferðina.
Hér er svo hópmyndin af toppnum. Vélin fékk að liggja á bakpokanum hans Óðins.