Skelltum okkur fjórir saman í Svarta Turninn í Búahömrum í Esjunni laugardaginn 18. júlí. Eftir nokkur símtöl kvöldið áður var vaðið í það að prufa það sem sportið hefur gengið útá síðustu vikurnar að klifra heitustu leið landsins í dag Svarta turninn sem þeir Freysi, Andri og Sissi hafa unnið hörðum höndum að koma í gang en þeir eiga heiður skilið strákarnir fyrir að setja upp, bolta og hreinsa leiðina sem er mjög skemmtileg.

Við vorum semsagt fjórir, Gummi St, Óðinn, Óli og Kári sem réðumst í þetta seinnipart laugardagsins og var mikil stemming og spenningur í okkur. Við byrjuðum auðvitað á að fara of langt, eða þar sem maður leggur yfirleitt til að fara í Tvíburagil eins og við gerðum svo oft í vetur en þessi leið er bara nokkuð beint fyrir ofan malarnámuna þarna við flatus vegginn.

Í Select vorum við farnir að flissa skemmtilega og spenningurinn að fara með okkur svo að t.d. voru keyptir uppþvottahanskar vegna hugmynda yfir því hversu mikið grip gæti nú komið af þeim við klifrið. Það gekk nú kannski ekki alveg eins vel og menn vonuðu og voru þeir fljótt afskrifaðir þegar á var reynt eftir eitt fall.

Hálfgert mösst er að vera með hjálm í leiðinni þar sem svoldið er um laust grjót ennþá, hausinn á mér fékk t.d. einn svipaðstórann stein í sig þegar ég reyndi að hífa mig upp á honum og sem betur fer meiddi sig nú enginn þegar hann féll til jarðar. Við vorum þó ekki allir með hjálm þar sem við vorum bara með 3stk. en það kom sem betur fer ekki til saka.

Myndir

Óli að græja sig í klifrið, fengum þessa snilldar hugmynd á Select að prufa að nota uppþvottahanska í klifrið hehe.
Rétt fyrir "gó-ið".
Óðinn byrjar að klifra.
Ég skildi eftir þrjá neðstu tvistanna, svo kom hann þeim fyrir sjálfur eftir það.
Klipp!
Áfram heldur hann svo.
Fínasta leið og nóg af góðum tökum á flestum stöðum.
Farið að hlakka í honum, enda stórskemmtileg leið.
Þarna var víst einusinni grjótstykki.
Óðinn að leiða.
Kári að koma upp á eftir Óðni.
Svo kom Óli á eftir Kára. Það gekk víst ekki vel með uppþvottahanskana og var hann búinn að losa sig við þá þarna.
Hér er svo leiðarvörðurinn, fékk ælupestina við það eitt að sjá okkur koma framhjá.
Óðinn fékk svo að eiga heiðurinn af síðustu spönninni sem er fjandi skemmtileg.