Laugardaginn 24. júlí fórum við fjórir saman, Gummi, Addi, Óðinn og Óli Fimmvörðuháls með F.Í.
Ferðin var hin skemmtilegasta, tæplega 30 manns gengu í góðum hóp yfir leiðina sem liggur upp af Skógarfossi, upp með Skógará þar sem nóg er af fossum og flottu landslagi á leiðinni uppá Skógarheiði og á Fimmvörðuhálsinn sem tengir saman Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.

Á hálsinum eru skálar og er gengið alveg uppað öðrum þeirra, Baldvinsskála sem er kominn til ára sinna og orðinn ansi veðraður en býr þarafleiðandi yfir góðum karakter fyrir vikið. Dáldil auðn er efst á hálsinum og voru nokkrir stuttir snjóskaflar á leiðinni sem við fórum yfir.

Eftir stutta leið yfir auðnina fer sýnin yfir Þórsmörkina og Emsturnar að koma í ljós og einnig vestanverðir skriðjöklar Mýrdalsjökuls eins og Krossárjökull, Merkurjökull og Tungnakvíslarjökull. Þá liggur leiðin niður Bröttufönn sem var nú nánast snjólaus þetta skiptið og að Heljarkamb sem leiðir niður á Morinsheiði. Á þessum parti kom smá rigning á okkur og einnig éljagangur sem er nú bara hressandi.

Eftir Morinsheiði var komin sól á okkur en þoka var niður í Mörk og nágrenni þannig að birtan var ólýsanlega falleg, vona að ég nái að gefa einhverjum hugmynd um hversu flott þetta var með myndunum.
Þar liggur leiðin niður Kattarhryggina og þar voru fulltrúar F.Í. komnir og tóku vel á móti okkur eftir æðislega göngu.

Eftir þetta var haldið í Langadal, þar var grillað, sungið og kveikt í varðeld. Morguninn eftir gengu einhverjir á Valahnúk, en dáldil bleyta var og þungt yfir. Svo var farið í bæinn uppúr hádegi.

Myndir

Uppfrá Skógum er fullt af fossum og flottu landi.
Auður fararstjóri
Margar myndir voru teknar, hér er einn við störf.
Flottir staðir um alla leið.
Einn margra allavega fossa á leiðinni.
Áfram er gengið, þessi lækur rennur í Skógá.
Einnig eru einhver gljúfur þarna sem ég vissi ekki af. Fallegir litir eru í þeim og einnig nokkrir fossar.
Brúin yfir ána, þarna koma saman gönguleiðin og akstursleiðin.
Óli fyllir á Vatnsforðann.
Snjóað hafði þarna efst, og jókst aðeins þegar ofar dró.
Hér var svo aðeins meiri snjór, en þetta var nú það mesta utan skaflanna síðan í vetur.
Inni í Baldvinsskála, þessi skáli er orðinn gamall og lúinn en hefur samt flottann karakter.
Vegvísir, þarna erum við næstum við háheiðina á hálsinum, og þarna beygir maður til að komast að nýja skálanum.
Auður lýsir landslaginu og fræðir fólk um örnefni helstu fjalla.
Að komast niður á Morinsheiði sem er stóra sléttan þarna fyrir neðan.
Farið niður Bröttufönn.
Hér er svo ein af Örlygi fararstjóra.
Gengið niður frá Morinsheiði.
Sólstafir fyrir Útigönguhöfða.
Farið niður á Kattahryggi að Básum.
Flott birta, skemmtilega sóllýstur forgrunnur og þoka í baksýn, stórkostlegt alveg.
Alveg getur maður dúndrað myndum af svona flottum stöðum.
Gengið gegnum skóginn niður að Básum.
Gott að teygja aðeins í lokin.
Hér erum við svo kauðarnir eftir gönguna.<br>
Óðinn, Óli, Addi og Gummi.