Eftir ágætis frost í vikunni var kominn spenningur í mannskapinn um að komast í einhvern ís loksins eftir talsverða bið. En mikil hláka í seinnipart vikunnar og yfir helgina var þó farið að síga úr voninni.

Þó skelltum við okkur þrír í bíltúr á sunnudag, Gummi St. - Addi og Ingvar. Byrjuðum á að rúlla inní Hvalfjörð og var allt ónýtt þar, Múlinn gjörsamlega strípaður, nánast eingöngu héla í klettunum efst en við létum á það reyna að kíkja í Kjósina.

Klifruðum Spora í vel heitum og blautum sturtuaðstæðum, þessi leið er mjög auðveld og þægileg og er það orðinn hálfgerður vani að byrja á henni á hverjum vetri. Hún á það líka til að hanga ótrúlega í aðstæðum, allavega m.v. veðrið síðan frostakaflinn var hér í byrjun vikunnar.

Ingvar kíldi á leiðslunna, staðráðinn í að fetlalaus leiðsla upp ískalda sturtuna væri aðal málið í dag! Byrjuðum nú bara á að brölta uppá fyrsta pallinn því þá passar 60m línurnar akkúrat uppá efsta pall. Svo þrumaði hann upp og við Addi eltum rólega prufandi að taka myndir aftur eftir þónokkurt hlé.

Vonast til að ná einhverjum þokkalegum myndum í ísbrölti í vetur, meira um það síðar.

Myndir

Skerping á ísskrúfu.