Eftir fína klifurdaga á Seyðisfirði ákváðum við að halda suður í ævintýraferð okkar. Betra veður hafði spáð á suðurlandi en á norður og austurlandi og keyrðum við á fimmtudagskvöldi suður á Djúpavog. Um morgunin tókum við rúnt í Berufjörðinn þar sem nokkrar leiðir litu bara nokkuð vel út en vegna slyddu og leiðindaveðurs ákváðum við að halda enn sunnar þar sem veðrið var betra.

Keyrðum aðeins um í Lóni, komum við á einum stað sem Gummi heldur uppá og klifruðum líltinn foss þar sem er ofboðslega fallegur að sumri, ca. 10m og er létt 3. gráða. Ofan fossins er svo lúmskt flottur og langur dalur sem tekur við, enda frekar há fjöll þarna.

Við skelltum okkur þarna upp, enda var þarna smá skjól fyrir rokinu sem einkenndi þessa daga. Eftir að hafa skoðað þetta vel fórum við svo á Höfn, kíktum á eyðibýlið Horn og uppí Hoffelsdal uppað Hoffelsjökli. Mjög þunnar ísaðstæður voru á suðurlandinu og klifruðum við ekkert.

Á Höfn fórum við í sund og fengum okkur vel að éta og vonuðum að laugardagurinn myndi færa okkur einhverja lukku til klfurs. Við gistum á Hala í suðursveit og eftir gott spjall við Einar í Hofsnesi komumst við að því að ísaðstæður væru með skornum skammti þar sem leiðirnar voru enn í bakstri, þeas. ekki tilbúnar eftir hitatímabilið. Hann benti okkur þó á nokkra flotta staði sem við skoðuðum í staðinn á laugardeginum.

Laugardagurinn var tekinn nokkuð rólega, kíktum í flottann íshelli og mynduðum bak og fyrir. Engar ísleiðir voru klifraðar og keyrðum við svo alla leið til Reykjavíkur um kvöldið.
Sunnudagurinn var þó haldinn og héldum við Addi uppí Tvíburagil og klifruðum Tvíburafoss ytri, vel sólbrenndan og lélegan. Tókum þó engar myndir í þeirri ferð.

Myndir

Aðeins innar í hellinum.
Addi skoðar sig um utan hellisins.
Komnir inn í djásnið.
Addi virðir fyrir sér loftmynstrið.
Við þröngan hellismuna.
Addi kominn á klakann og virðir fyrir sér þennan ótrúlega stað. Þessi mynd lýsir því best hvernig þetta var, litirnir komu virkilega svona í gegnum ísinn þegar sólin skein beint á jökulinn.
Dúi er hjá okkur þegar við tökum til á Seyðisfirði fyrir brottför.
Þessi myndarlegi steinn er norðan við Hvalnes.
Hressir klifrarar fyrir léttasta klifur í heimi.
Gummi leggur af stað
Fyrir ofan leiðina leyndist fjandi langur dalur sem við snerum við í þegar við vorum búnir að ganga góða stund inn hann.
Addi eitthvað að chilla í leiðinni.
Önnur af Adda.
Komnir að íshelli í Breiðamerkurjökli.
Flottar myndanir fyrir utan hellinn.
Horft inní hellinn.
Komnir töluvert undir jökulinn og komum þar að svelg. Hér horfir Addi upp svelginn.