Eftir að hafa tekið erfiða ákvörðum um að fara ekki á ísklifurfestivalið í ár var ákveðið að fara smá sárarbótar helgarferð um vesturlandið í staðinn. Stefnan var fyrst tekin á Teitsgil í Húsafelli á laugardeginnum. Þegar þangað var komið var lítið skyggni uppí gilið sem gerði okkur smá stressaða, minnugir þess að hafa farið meira en eina fýluferð uppí gilið í svipuðum aðstæðum. Þó ákáðum við að drulla okkur bara bara upp eftir og sjá hvernig gilið leit út.

Nóg var af ís í gilinu, en Andarspönnin var ekki í aðstæðum. Rosalega bratta fimman var hinsvegar í flottum aðstæðum, en þar sem við vorum bara í eitthverjum aumingja pælingum þann daginn enda enn hálf druslulegir eftir löngu ferðina ákváðum við að fara frumfara eina létta leið í staðin sem er fyrsta leiðin þegar komið er inní skálina. Fékk hún nafnið Letileiðin og er 40m WI3+. Því næst var stefnan tekin á bústað mömmu og pabba Adda. Þar sem kíkt var í pottinn og sötrað smá bjór.

Daginn eftir brunuðum við niður á Grundarfjörð og kíktum eftir aðstæðum þar. Nokkrar leiðir í Mýrarhyrnunni litu út fyrir að vera inni, en þó ákváum við að keyra aðeins lengra og skoða svæðið á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur.
Eftir að hafa keyrt þarna eitthvað um ákáum við að taka þennan dag einnig nokkuð rólega og fórum við því í Búlandshöfða í "road-side" klifur sem var bara nokkuð fínt. Léttar 3 til 4 gráðu leiðir eru þar alveg við veginn og klifruðum við nokkrum sinnum upp mismundi línur í austasta íshaftinu þar. Frekar skemmtilegt að þurfa ekki að ganga lengra en 10-20m frá bílnum til að komast í ís. Það fór ekki framhjá vegfarendum að sjá okkur klifra þarna og var nokkuð margir bílar sem stoppuðu til að sjá okkur klifra. Einn af þeim sem kíktu á okkur tók mynd af Gumma vera júmma sig upp ís vegginn til að taka myndir af Adda klifra. Hægt er að sjá myndina hér

Myndir

Gummi klifrar Letileiðina í Teitsgili.
Óðinn eltir upp.
Óðinn að munda nýju vélina sína.
Komnir í Búlandshöfða, hér er Addi að byrja í einu spólinu.
Aðkoman er ekki löng.
Addi tryggir.
Gummi að setja broddan aftur á hægri löppina.
Gummi klifrar.
Krafsandi upp.
Addi klifrar.
Addi hangandi á uppleið.
Óðinn í ultrawide.