Elgos hófst á Fimmvörðuhálsi fyrir stuttu og varð það gott innlegg í þjóðfélagsumræðuna sem var kominn á mjög slæmt stig. Mikill straumur ferðamanna var að gosstöðvunum sem var orðinn heitasti reitur íslands. Aldrei hafa fleiri komið á fimmvörðuháls á jafn stuttum tíma.

Við heimsóttum gosið og nágrenni þess í nokkur skipti á allavega farkostum. Gangandi, bæði úr Goðalandi og Skógum, á sleðum sem og þyrlu. Nóg af myndum er til af þessu og ýmsir hafa birt flottar myndir af atburðinum.

Þegar þessu gosi lauk hófst svo nýtt eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls með tilheyrandi látum sjónarspili. Mikill viðbúnaður tók strax völdin og var m.a. rýmd svæði undir Eyjafjöllum, vegum lokað og nær öllum flugvöllum í Evrópu lokað vegna gossins. Margir segja til viðmiðunar að Hitler tókst á einu ári að loka þrem flugvöllum í Englandi, en það tók Ísland, hálftíma að loka nær öllum flugvöllum í Evrópu.

Við skelltum okkur í ljósmyndatúr að ná næturmyndum af nýja gosinu þar sem það var mikil gjósku og eldingavirkni í gosinu. Gott útsýni var í góðu veðri og voru myndirnar eftir því.

Myndir

Úr ferð Óðins að gosstöðvunum.
úr Óðinns ferð, mikil umferð er kringum gosstöðvar þegar vel viðrar.
Mikill fjöldi er á þessum útsýnispöllum sem náttúran skapaði fyrir þennan atburð.
Óðinn við gosstöðvarnar.
Eldingar yfir Eyjafjallajökli. Mynd: GFJ
Eldingar yfir gosstöðvunum. Mynd: DJÖ
Eldingarvirkni yfir Gosinu. Mynd: GFJ
Úr Gumma ferð; Keyrðum á sleðum frá Sigöldu að gosinu, þetta er tekið yfir Muggudali.
Strútslaug
Ferðalangarnir
Hraunrennsli hafið í Hvannárgil.
Aðeins víðara skot af rennslinu.
Gufusprenging, var að taka myndir niður í gilið þegar þessi svakalegi mökkur myndaðist og stækkaði ört. Svo tókum við eftir svörtu blettunum í loftinu, en það er grjót sem svo rigndi yfir okkur.
Gummi og Addi; Kattahryggir í hálf leiðinlegu veðri.
Morinsheiði eins og mauraþúfa.
Nýja sprungan á Fimmvörðuhálsi.
Horft yfir sprunguna.
Það er skemmtilegt að fylgjast með þessu, það koma mjög misstórar slettur úr þessu og það safnast saman í ný fjöll.
Nýbakað hraun rennur að Hvannárgili.
Hraunrennsli að snjó.
Nýja hraunið rennur ofaná því vikugamla í átt að Hvannárgili, þegar við vorum þarna átti það ca. 100m eftir frammá brún.
Mögnuð sjón að sjá hvernig þetta skríður fram.
Smá næturskot á leiðinni niður, það lék við okkur sjónarspilið að horfa á bjarmann frá gosinu og sjá svo fólkslestina fara upp/niður Morinsheiði.
Útsýnispallurinn.
Hraun rennur í Hrunagil.
Loftmynd af gilinu.
Sniglast um gosstöðvar.
Horft ofaní gíginn.
Bíll keyrir austur undan öskufallinu við Pétursey