Sumardagurinn fyrsti var að ganga í garð eftir mjög fátæklegan ísklifurvetur og var veðurspáin góð.
Helstu myndir vetrarins voru af eldgosi og hellum svo tími var kominn til að gera eitthvað myndrænt. Einföld lausn á því er suttur og þægilegur göngu/brölt túr á Kirkjufell við Grundarfjörð.

Kvöldið áður fóru Gummi, Óðinn og Davíð á Þingvelli að taka næturmyndir, en voru sviknir af góðri norðurljósaspá þar sem engin ljós birtust. Komum okkur þó heim og í svefn um kl. 2 þannig að það var nýtt tækifærið og sofið til 10 morguninn eftir þar sem dagurinn er orðinn vel langur og fjallið fljótklifið. Arnar kom svo með okkur á fjallið meðan Davíð fór að skoða gosstöðvar.

Aðstæðurnar voru bara þokkalegar, smá nýsnævi var í austurhlíðum og uppá topp sem var bara skemmtilega sleipt á köflum. Toppurinn var flottur og vorum að alveg að missa okkur í víðlinsuskotum þarna. Flott útsýni yfir Kvíabryggju og nágrenni. Nóg af fljúgandi rottum sem voru greinilega að undirbúa varp í klettunum og þóttum við ekki kærkominn félagsskapur.

Myndir

Lagt af stað upp.
Óðinn að mynda.
Aðstæður skoðaðar.
Smá brölt á leiðinni.
Addi að þvera undir klettabeltin.
Skuggalegur.
Hryggurinn uppá blátoppinn.
Addi klárar upp á topp, Óðinn á eftir og Grundarfjörður í baksýn.
Það skemmtilegasta afstaðið og þá eru bara nokkrar leiðinlega ljósmyndapósur eftir.
Hópmynd á brúninni, vorum ekki með þrífót svo vélin varð að vera ansi lág.
Þegar upp er komið er hryggnum fylgt í norður.
Hryggnum áfram fylgt í norður.
Af norðurbrún fjallsins, horft niður á Kvíabryggjusvæðið.
Addi stendur þarna uppá einu horninu.
Óðinn að koma til baka með norðurtindinn í baksýn.
Addi bíður eftir að Óðinn pakki.
Komið niður af toppnum.