Þetta var önnur/seinni fararstjóraferðin okkar í vor á eftir Miðfellstind. Þessi hópur var með okkur á Hrútfjallstindum í fyrra og vildi auðvitað eitthvað meira og flottara sem þau að sjálfsögðu fengu.

Þverártindsegg er hin glæsilegasti tindur og leiðin á hana úr Kálfafellsdal sú al flottasta sinnar tegundar sem farin er reglulega hérlendis.
Leiðin liggur upp úr Eggjardal upp malarhrygg uppí snjólínu og þaðan eftir góðum hliðarhalla skamma leið uppað skriðjöklinum Skrekk sem er orðinn ansi lítill eftir heit undanfarin ár.
Snjórinn í hliðarhallanum er orðin ansi rýr og var sumsstaðar farið yfir ís/möl þess í stað og því var strax tekið á það ráð að fara í brodda til að lágmarka afföll. Á þessum degi voru 5 hópar sem heimsóttu tindinn og vorum við miðjuhópurinn og var því búið að gera för, okkur til mikillar ánægju. Á einum stað á öxlinni sem gengið er upp á eggina sjálfa var fínasta sprunga á vegi okkar og fengum við að klofa yfir hana, fátt er jafngaman að fá að gera á jöklum en að klöngrast klunnalega yfir jökulsprungur. Sprungan fékk hinsvegar engan úr okkar hópi í gogginn þennan dag en bjó til skemmtilega stemmingu hinsvegar.

Veðrið hefði vart geta verið betra, ský á botni Kálfafellsdals og svo þegar komið var uppað Skrekk var algjörlega heiðskýrt og algjört logn. Það hélt sér svo alla leið á toppinn þar sem fólk var mjög léttklætt í um 1 1/2 tíma án þess að kólna.
Gönguferðin tók um 9klst og var haldið gott grill ásamt afmæli þar sem einn meðlimur hópsins sem átti afmæli þennan dag og átti sú eins og við öll frábæran dag.

Myndir

Addi gerir sig tilbúinn fyrir uppferðina.
Allt er documenterað þannig að það er eins gott að haga sér vel.
Gengið uppúr Eggjardal.
Fórum hér yfir þetta gil, þá tekur við þægilegri leið en sú gamla.
Smá pása fyrir nesti og brodda.
Ánægður hópur kemur uppúr skýjunum og í línustopp.
400m hár austurveggur Þverártindseggjar, leiðin liggur hér yfir Skrekk.
Komin uppá öxlina ofan Skrekks, brot jökulsins sjást hér í baksýn.
Aðeins þrengra sjónarhorn og í lit.
Hópurinn á undan okkur gengur upp öxl falljökulsins.
Skýjum ofar við Kálfafellsdal.
Sprungan sem við fengum að klöngrast yfir. Snæfell sést svo gægjast uppúr henni.
Addi er næstur.
Stórkostlegt sjónarspil leiðarinnar heillar mann alla leið.
Jökullinn er dáldið úfinn summstaðar á leiðinni.
Gengið upp, Eggin nálgast.
Fullt af flottum stöðum á leiðinni.
Hver gerði þetta eiginlega?
Addi reynir allar aðferðir við að kæla sig niður, enda sjóðandi heitt á toppnum.
Jebb, það var í alvöru svona heitt !
Óðinn klöngrast upp síðustu metranna á toppinn.
Addi klárlega ánægður með útsýnið.
Hópurinn í söðlinum á Þverártindsegg. Ekki er pláss á toppnum fyrir næstum svona marga í einu.
Gummi St, Óðinn og Addi. Hvar fær maður svona flotta jakka?
Það voru teknar margar myndapósur þarna uppi enda langaði engum niður og fundu hverja ástæðu til að þurfa ekki að fara niður strax.
Stelpurnar í stuði.
Á endanum var svo haldið niður, aðeins farið að létta til yfir dalnum og enn glampandi sól.
Á miðri leið á öxlinni.
Þarna sést í Snæfell í bak ásamt Karli og Kerlingu ofan Vatnsdals/Veðurárdals. Skriðjökullinn Brókarjökull lengst til hægri fellur 1000m frá sléttu Vatnajökuls niður í botn Kálfafellsdal.