Þann 17. júlí mun Gummi halda út til Sviss með þremur öðrum ísölpurum í leiðangur þar sem farið verður yfir Monte Rosa massif, spaghetti traverse og enda svo á að fara yfir Matterhorn.

Meira um undirbúning ferðarinnar ofl. á síðu Ágústs

En um helgina fórum við Ágúst í smá undirbúningsferð á Snæfellsjökul. Snæfellsjökull er yfirleitt ekki talinn merkilegur en mjög gaman getur verið að fara norðanmegin í hann þar sem hann er meiri jökull og sprungnari.
Við keyrðum á Snæfellsnesið á föstudagskvöldinu og gistum í færanlegri lúxusgistinu í Eysteinsdal þaðan sem við fórum upp. Þegar við vöknuðum um morguninn var þvílík þoka að við sáum ca. 8-10m þannig að við ákváðum hljótt að stelast til að sofa aðeins lengur. Þegar við höfðum sofið aðeins lengur ákváðum við þó að láta vaða og viti menn, í um 800m hæð var heiður himinn ofan þokunnar og við dauðsáum auðvitað eftir því að hafa sofið svona lengi.

Jökullinn er orðinn ansi lítill og druslulegur en hann veitti okkur mikla skemmtun og kom á óvart. Fórum yfir nokkur sprungusvæði til að skoða aðstæðurnar og svo er það líka bara svo gaman. Ekki voru þær mjög stórar/djúpar m.v. t.d. í Öræfajökli en þetta var samt frábært.

Á toppnum fengum við þoku og þessvegna frábært séríslenskt útsýni, en þegar við komum á vestari tindinn dró aðeins frá í norðvestur svo við sáum niður á Gufuskála ásamt fleiru.

Einnig höfum við farið í nokkrar klettaklifurskrepp útfyrir bæinn ásamt því að lyfta, hlaupa oþh. venjulegt stöff.

Myndir

Að komast á jökulinn, eða það litla sem eftir er af honum.
Komnir á jökulsporðinn.
Ágúst er skipuleggjandi alpaferðarinnar.
Gummi.
Veðrið var að breyta sér og hér eru mismunandi skýjategundir.
Stokkið milli stapa.
Smá sprungusvæði í norðurhlíð Snæfellsjökuls.
Rifinn jökull.
Nokkrir svona staðir sem við fórum yfir.
Frábært svæði.
Ágúst kemur eftir íshrygg.
Og Gummi.
Sprungustökk.
Fínar aðstæður þarna.
Ágúst að tékka þetta.
Gummi gengur eftir sprungufyllingu.
Frábært veður og góð skilyrði á jöklinum.
Hér erum við á leið uppá gígbrúnina, ekki var hægt að fara löngu leiðina þegar þetta er bara sólbráðinn snjór.
Brölt á toppinn sjálfan.
Stutt stopp á toppnum og svo var haldið á vestari tindinn.
Vestari tindurinn.
NV hryggurinn á vestari tindinum.
Að koma niður af vestari tind.
Addi klifrar í Stardal.
Gummi klifrar í Valshamri.
Gummi tryggir í Valshamri.