Þó svo að Gummi hafi verið með eindæmum flottur á því og skellt sér í alpana þá létu Arnar, Óðinn og Einar ekki sitt eftir liggja. Búið var að vera heitt og gott hérna heima á klakanum og var góða veðrið vel nýtt í klettaklifur á suður- og vesturlandi. Kíkt var í Stardal, Gerðuberg, Pöstin og Valshamar auk þess var Svarti turninn endurtekin.

Hámark Gummalausudagana var þó hinn glæsilegi Rauði Turn í Búhömrum (5.9 45m) sem okkur er búið að langa að klifra í dágóðan tíma. Leiðin er með eindæmum skemmtileg og falleg, upp flottan hrygg austan við Svarta turninn.

Rauði Turininn eru 2 spannir og byrjar leiðin á smá krefjandi klifri upp í fyrsta stans en léttist eftir það. Í seinni spöninni er svo skemmtilegt yfirhangandi þak sem fékk einn leiðangursmanninn til að snúa við vegna lofthræðslu enda getur hausinn stundum verið að flækjast fyrir þegar hátt er niður.

Í september verður svo tekið viku stopp á Kalymnos en meira um það síðar.

Myndir

Addi klifrar Stigið milli stuðla í Gerðubergi
Óðinn að gera sig tilbúin að klifra í Gerðubergi
Fríða og Birta gera sér glaðan dag meðan strákarnir klifra.
Birta Berglind
Óðinn að klára "Hendur á lendur" í Gerðubergi.
Addi að massa það í Hendur á lendur.
Addi aftur
Grrr....
Og loksins kominn uppá brún
Einar að klifra Rauðaturninn
Einar
Enþá að berjast
Einar náði ekki alveg að klára þetta svo að Óðinn tók að sér að fara síðustu metrana.
Óðinn
Óðinn kominn uppí stans og Addi að elta upp.
Addi og Óðinn í fyrsta stans
Addi í þakinu í seinni spöninni
Einar elti svo strákana
Einar aftur..
Addi að klifra í Stardal, Einar heldur í spottan.
Stardalur, Addi að klifra
Það er með ólíkindum hvað þetta dóta klifur er miklu meira stressandi
Flottir klettar
Hann ætlar að taka sér tíma í þetta
Settum upp svo toprope til að leika okkur í aðeins "erfiðari" leiðunum. Einar að klifra, Addi tryggir.
Panorama úr niðurgögnuleiðinni.
Addi í seinni spöninni í Svarta-Turninum.
Einar að koma uppá brún í seinni spöninni í Svarta-Turninum
Arnar tryggir
Einar í seinustu spöninni í Svarta-Turninunum.
Óðinn tók svo við svo Addi gæti farið að pissa.
Addi svo elti upp á eftir Einari með spottan handa Óðni
Svo kom Gummi aftur heim og ég erum við að sniglast í Gerðubergi.