"kvöldið varð aðeins lengra en ég bjóst við - verð aldrei vaknaður á skikkanlegum tíma" beið í smsi í símanum frá kl. 5 um morguninn frá Óðni þar sem hann var að koma úr afmælispartýi svo Gummi og Addi fóru bara tveir í Búahamra á laugardagsmorguninn. Við klifruðum 55gráður sem var bara fullt af ís í og ákváðum að fara austan megin upp þar sem við höfðum aldrei prufað það.
Sú leið virtist auðveldari en við héldum en hellirinn góði var nánast fullur af ís og þurftum við að skríða í gegnum op útum hann að ofanverðu sem var fínasta stemming.
Í rennunni sem var kjaftfull af foksnjó hafði Addi hinsvegar misst ísöxina sína niður í snjósprungu meðfram klettinum og var hún örugglega komin 2 metra niður því ekkert bar á henni. Við vorum ekki með skurðgröfu með okkur og ákváðum því að skilja helvítið eftir og sækja seinna. Á leið niður kíktum við í Tvíburagil sem við höfum aldrei séð svona ísmikið áður en var ekki vænlegt til klifurs vegna bleytu þar sem vatnið bókstaflega fossaði niður ísinn.

Þvínæst héldum við í bæinn að sækja varaexi og fá okkur að éta í leiðinni. Við vöktum Óðinn og hitti hann okkur í mat þegar við höfðum sótt exina. Þá var brennt beint inní Hvalfjörð og ruddumst við bara beint í Ýring sem virtist í fínum aðstæðum.
Ýringur var fínn en síðasta haftið var aðeins of kertað að okkar mati og beiluðum við á það þó með dáldilli eftirsjá þar sem við vorum allir vel tilbúnir að elta þarna upp, en við vorum búnir að taka bara ágætis dag svo þetta var allt í lagi.

Á sunnudeginum fórum við svo í Múlafjallið og klifruðum Rísanda í rólegheitunum í ágætis aðstæðum. Við vorum alveg búnir að gleyma hvað Múlabrekkan getur verið leiðinleg fyrir hádegi en það kemur manni þó í gang fyrir daginn. Fínasti ís og smá skafrenningur og snjókoma var að byrja þegar við náðum brúninni.

Myndir

Fyrsta leiðin var 55°. Stutt og auðvelt haft uppí hellinn sem var mjög þröngur og krafðist skriðs.
Næsta leið var Ýringur, hér er Óðinn að koma uppí leiðina.
Óðinn í Ýring.
Addi í Ýring.
Óðinn við stans.
Addi að meika'ða
Helv.. brekka.
Addi að elta.
Addi.
Addi aftur.
Að græja okkur undir Múlafjalli.
Fyrsta haftið í Rísanda.
Gummi lagður af stað í fyrsta.
Aðeins nær.
Allt að koma.
Rassamynd.
Addi eitthvað tæpur.
Addi lagður í næstu spönn.
Addi fikrar sig upp.
Gummi eltir.
Óðinn eltir.
Óðinn í nærmynd.
Alltaf gaman að taka myndir af löppunum á sér.
Á brúninni.
Gummi að tryggja f. ofan brún.
Hálf kuldalegur, en rosalega flottur með þessa grímu!
Addi í snjó.
Niðurgangurinn.