"Sæll, heyrðu ég var búinn að lofa að láta þig vita þegar ég ætla á Tindaborgina, það gæti orðið um næstu eða þarnæstu helgi eftir veðri" sagði Olli við Gumma í símanum fyrir stuttu. Það þurfti ekki mikið meira til enda er Gummi búinn að tala reglulega um þetta og dauðlanga þarna upp frá því að hann tók almennilega eftir tindinum frá Hrútfjallstindum um árið.

Tindaborg er bergkambur sem rís norðan Hvannadalshnúks og nær um 1700m hæð. Aðkomuleið okkar lá um Virkisjökulsleið á Hnúkinn, þar sem beygt var norður yfir Hvannadalshrygg undir Dyrhamri þar sem Gummi ákvað að setja inn facebook status og þar í átt að Svínafellshrygg, niður og yfir slétta skál og norðurfyrir Tindaborgina þar sem vænlegra er að klifra hana þeim megin.

Ferðin upp gekk vel þar sem 10 manns óðu af stað upp Virkisjökulinn kl. 3 á föstudagskvöldið. Þegar á Svínafellshrygginn var komið varð Gummi hinsvegar skyndilega hálf orkulaus. Við héldum áfram norðurfyrir Tindaborg og vorum komnir þangað kl. 13 og þar var dálítill skafrenningur svo að nokkrir fóru að byggja snjóhús á meðan Olli og Óðinn ásamt fleirum settu upp leiðina uppá tindinn.

Olli og Óðinn kröfsuðu sig upp ~70m langa snjóklifurbrekku í stans þar sem 30m með hliðrun af ísfrauði voru eftir á tindinn. Þónokkur skafrenningur og spindrift var í brekkunni og án skíðagleraugna voru menn hálf blindaðir á köflum. Óðinn tók þá síðustu sem var svolítið "funky" að tryggja, en hann kom fyrir 3 álprófílum sem snjótryggingum og góðri ísskrúfu undir toppnum sem var svo skilin eftir til að síga niður á. Tindurinn er svipað stór og góð seta á skrifborðsstól svo að það passar ágætlega að setjast á hnén ofaná hann og horfa í kringum sig. Þegar Óðinn var lagður af stað í lokakaflann var Gummi orðinn hress aftur eftir næringarfræðilega endurlífgun og kom upp. Á eftir Óðni fór Olli og svo Gummi. Eftir þetta var klárt toprope á tindinn og héldu Olli og Óðinn niður í mat og hvíld meðan Gummi tryggði hina 7 upp. Allir 10 komust á toppinn og var farið að rökkva þegar því var lokið. Eftir þetta hélt Gummi kaldur niður í snjóhús eftir að hafa hangið kyrr að tryggja í millistansinum og fékk sér að borða á meðan Olli kom upp og losaði dótið. Skildar voru eftir 2 ísskrúfur til að síga niður sitthvora spönnina.

Þegar öllu var lokið við Tindaborgina var komið myrkur og höfuðljósin voru sett upp og þrammað var niður. Niðurgangurinn gekk þokkalega og komum við niður í bíl kl. 3 um nóttina, akkúrat 24 tímum eftir að við lögðum af stað.

Myndir

Á Virkisjökulsleið í dögun.
Nestispása
Gengið upp Virkisjökul
Hvannadalshryggur
Að nálgast Dyrhamar
Undir Hryggnum
Óðinn undir Hvannadalshrygg
Við hrygginn
Farið að sjást í neðri Dyrhamar
Neðri Dyrhamar
Komnir yfir Hrygginn og að nálgast Dyrhamarinn frekar.
Allir kátir
Gengið framhjá Dyrhamri
Dyrhamar í allri sinni dýrð, neðri Dyrhamarinn er illkleifur og sjaldfarinn
Farnir að sjá Tindaborgina
Að komast á Svínafellshrygginn
Hrútfjallstindar standa þarna vel uppúr
Svínafellshryggur, Svínafellsjökull brotnar þarna niður og Hrúfjallstindar gnæfa yfir
Tindaborg í fjarska
Á Svínafellshrygg
Tindaborg í öllu sínu veldi, torkleifur en ótrúlega flottur tindur
Skafrenningur á Hvannadalshnúk
Prufuðum aðeins að krafsa í Svínafellshrygginn
Á Svínafellshrygg
Dyrhamar
Olli í snjóklifrinu á Tindaborg
Olli í millistans
Í miðri leiðinni
Úr síðasta stans fyrir toppinn, næsti maður kemur upp.
Olli tryggir
Óðinn að klára lokakaflann
Óðinn kominn upp og horfir til baka. Þarna sjást menn í stansinum utaní tindinum og höfuðstöðvarnar niðri á jöklinum vinstra megin
Aðeins öðruvísi sjónarhorn
Horft áfram eftir tindinum
Óðinn á leiðnni niður og Olli og Gummi taka við
Gummi kominn upp
Hvannadalshnúkur séður frá Tindaborg
Hvannadalshnúkur og sést aðeins í síðasta stans
Smá sjálfsmyndartilraun
Snjóhúsið góða, við dunduðum okkur við að moka þetta til að halda á okkur hita
Hellisopið
Beðið eftir síðustu klifrurum
Kvöldskot af skálinni norðan við Hnúk
Sigið niður úr leiðinni
Tindaborgin á leið til baka, Hrútfjallstindar til vinstri