Við vorum mjög óákveðnir með verkefni um helgina þangað til í hádeginu á föstudaginn þegar við skoðuðum veðurspána að þá sáuæm við færi á heiðskýrum Hraundranga. Þá ákváðum við að þrykkja norður, taka Hraundranga og kíkja svo kannski í Munkann í kaupbæti ef veður leyfði.

Keyrðum norður eftir vinnu á föstudag, komum á Gistiheimili Akureyrar seint um kvöldið þar sem hörku djamm var í gangi og erfitt var að sofna vegna þess. Við náðum þó nokkrum tímum þar til hafragrauturinn var eldaður og ekki var aftur snúið.

Þegar að Staðarbakka var komið kom í ljós að við yrðum ekki einir um Drangann þennan dag þar sem tvímenningar höfðu lagt af stað tæpum klukkutíma á undan okkur og sáum við þá arka upp brekkuna.
Við tókum okkur þá bara góðan tíma í að rakka okkur upp og græja myndavélarnar og fylgihluti þar sem við ákváðum að reyna að búa til smá videoklippu úr ferðinni vildum við hafa það sem til þarf.

Loks hófum við uppgöngu, gengum yfir brúna og upp einn hrygginn í átt að Hraundranganum. Heitt var í veðri, glampandi sól og aðeins örítill andvari svo þónokkrir svitadropar litu dagsins ljós á okkur.
Við Addi tókum aðeins ísöxi en ekki brodda með okkur og treystum því á sólbráðina í snjónum. Það reyndist vel en annars hafði Óðinn tekið sína og hefði getað sett upp línu fyrir okkur að figra okkur upp ef allt hefði farið í hart. Snjór var alveg uppí söðulinn þar sem við biðum eftir þeim á undan á leið niður. Spjölluðum aðeins við þá áður en við héldum svo upp í Drangann sjálfan.

Tókum hann í tveim spönnum, fyrst 40m og svo 30m (ónákvæmt). Mikið hefur hrunið úr honum undanfarið og var mikið af lausu grjóti í leiðinni og fengum við að sjá það vel þegar stórt stykki flaug ekki langt framhjá okkur.
Þar sem Gummi hafði farið áður var upplagt að leyfa Adda og Óðni að taka þetta og tók Addi neðri hlutan og Óðinn þann efri. Svolið var af fleygum sérstaklega í neðri hlutanum og notuðum við nokkra vini og hnetur til að fylla í skörðin og í stað nokkura

Á toppnum var staldrað við í góða stund, amk góðan klukkutíma þar sem við tókum myndir, spjölluðum og nutum útsýnisins. Gestabókin er horfin og lokið brotnað af boxinu utanum hana. Hinn frægi peli var hinsvegar liggjandi hálftómur á steininum sem boxið er fest á. Þetta verður verkefni að koma þessu í lag.

Sigið niður tók ekki langan tíma og vorum við frekar snöggir niður í bíl. Þá var haldið beint á Akureyri þar sem við fengum okkur góða máltíð og nokkra kalda fyrir svefninn.

Myndir

Hraundrangi séður frá Staðarborg.
Addi að klára að pakka.
Gengið yfir brúna áður en haldið er upp brekkuna.
Komnir talsvert upp brekkuna og flott útsýni yfir bæjarstæðið á Staðarbakka í bak.
Og svona leit verkefni dagsins út.
Addi á leið upp, Óðinn neðar.
Að koma undir drangann.
Undir dranganum, séð til austurs í átt að Eyjafirði.
Og svona leit klifurleiðin út neðanfrá.
Séð úr söðlinum niður yfir Öxnadal. Þarna er vinsælt veiðivatn.
Horft uppí söðul.
Hraundrangi.
Addi bíður í söðlinum.
Fyrri klifrarar á leið niður.
Fjölmenni á dranganum þennan dag, en tveir voru á undan okkur og við vorum þrír.
Óðinn lagður af stað eftir Adda.
Gummi á leið upp í millistans.
Millistansastemming.
Gummi í seinni spönninni, Addi fyrir neðan.
Gummi að komast í grjótið góða úr stóru hrungati.
Örfáar hreyfingar uppá topp.
Gummi
Óðinn tekur inn Gumma og Adda ofanfrá.
Og svona lítur þetta út ofanfrá til austurs.
Addi situr á neðri brúninni.
Gummi og Óðinn uppá topp.
Óðinn situr á toppsteininum.
Stemmari uppi og Addi í símanum.
Horft yfir Öxnadal, ský að koma yfir.
Gummi
Svona lítur toppurinn út hinumeginfrá (vestan).
Smá pano í vesturátt.
Og svo þarf að koma sér niður og Addi seig fyrstur.
Hér er sól farin að skína aðeins norðaní tindinn.
Aðdráttarmynd frá Staðarborg, hér sést hversu brattur tindurinn er, leiðin liggur upp með vinstri hliðinni.