Ákváðum loksins að skella okkur upp þessa leið þar sem við höfum verið að horfa á hana í nokkur ár. Við höfðum meiraaðsegja hætt við að fara í einhver skipti og farið eitthvað annað í staðinn.
Leiðin þarna upp var bara prýðilega skemmtileg en auðveldari en við héldum. Við vorum tilbúnir í að nota línur og dót til að tryggja okkur en notuðum það svo ekki neitt nema á leiðinni niður þegar við bundum okkur í línu þar sem við sáum ekki nokkurn skapaðan hlut til að eiga eitthvað ef einhver stigi nú framaf hengjunni á brúninni.

Leiðin kom samt aðeins á óvart, bæði skemmtanalega séð og útaf því hversu flott útsýni var af leiðinni. Veðrið var mjög flott þar sem það skiptist á með sól og blíðu ásamt því að vera haglél og snjókoma.
Þegar við náðum toppnum skall á svarta þoka og endaði með því að við bundum okkur í línu til öryggis þar sem góð hengja var á brún fjallsins sem við vorum að fylgja. Gummi batt líka prússík band á enda ísexinnar og sveiflaði fram og til baka til að athuga hvort hengiflug væri framundan en náði samt að stíga framaf hengjunni á hárréttum stað þar sem niðurleiðin var og fann þar leiðina niður.

Stuttu seinna birti til og það kom sól aftur. Skemmtilegt að prufa að vera aðeins eins og auli án GPS tækis í þoku, það hressir mann við og lætur mann dusta rykið af og viðra skilningarvitin og rötunina.
Dáldið var af snjó í skarðinu og nokkur snjóflóð höfðu fallið áður en við komum þar. Snjóalög voru samt ágæt og hugsuðum við hve gaman hefði verið að vera með fjallaskíðin með.

Myndir

Svona lítur þetta út neðanfrá.
Gengið inn slóða að sumarhúsi undir hryggnum eftir hlið.
Fyrsta krúx dagsins.
Beðið eftir seinum samferðamönnum.
Það komu ský af og til yfir daginn.
Óðinn
Þungt yfir borginni.
Komnir í hrygginn.
Á hryggnum.
Þræddum fyrir fyrstu klettana.
Frábært veður.
Óðinn á hryggnum og þung yfir borginni.
Áfram var haldið og hér sést innað Gunnlaugsskarði.
Smá skýjahula á Þverfellshorni.
Brölt milli stalla.
Addi á hryggnum.
Addi í smá skarði.
Addi á hryggnum.
Séríslenskir fjallabjánar.
Halda áfram.
Flott útsýni á bæinn.
Nóg af fuglum þarna.
Óðinn á leið upp.
Addi í næsta hafti.
Gummi í smá klettaklóri.
Nokkur andlit þarna í klettinum.
Aðeins farið að vera vetrarlegra þegar ofar dregur.
Óðinn að nálgast toppinn.
Addi
Óðinn og Addi.
Addi á brúninni.
Smá hryggur inná Kistufellið.
Komnir uppá Kistufell og komin þoka og snjókoma.
Þokan að verða þykkari og stuttu seinna sáum við rétt hvorn annan.
Fundum svo leiðina niður þrátt fyrir að hafa skilið GPS tækið eftir.
Útsýni úr Gunnlaugsskarði.
Á leið niður.
Hún er oft flottari en maður heldur þessi Esja.
Næsta veður á leiðinni.