Fórum að venju í vorferð á Miðfellstind með flottan hóp frá Ferðafélagi Íslands. Gengið var frá bílastæðinu vestast í Skaftafelli eftir stuttan svefn á tjaldsvæðinu inn að Bæjarstaðaskógi þar sem strikið var tekið beint að vestra-Meingili þar sem gengið er upp í Hnútudal til að komast uppá Vatnajökulssléttu.

Svo skemmtilega vildi til að einhverjir höfðu verið þarna deginum áður í sólbráð svo við eltum þeirra för og þurftum því ekki að höggva spor þar sem við vorum í hörðu færi.
Sólin náði ekki að bræða snjóinn nægilega vel til að mýkja hann mikið fyrren aðeins á leiðinni niður en skýjabakki yfir Öræfajökli sá til þess að sólin skein ekki alltaf beint á okkur.

Í skarðinu við Þumal var einnig gott að hafa sporin en við lögðum einnig línu yfir með festu sitthvoru megin sem smá backup og fór einn og einn yfir í einu.
Á toppnum komu svo ský yfir okkur en fóru svo aftur eftir sutta stund og var þá gott útsýni til vesturs en Öræfajökull var þakinn illviðraskýi og heyrum við líka sögur frá þeim sem reynu við hann.

Margir fóru á Þverártindsegg sama dag og við fréttum að þar hefði verið gott veður eins og hjá okkur en þaðan sást líka bara í illveðraskýið á Öræfajökli.

Myndir

Lagt af stað í morgunsólinni
Í Bæjarstaðaskógi
Morsárdalur, Skarðatindur sést hægra megin við Göngumanninn
Horft inní Kjós
Fígúra á leið upp með Meingili
Vatn tekið úr kristalvaskinum
Útsýnið skoðað
Óveður á leið á Öræfajökul
Þverað við Þumal
Að Þumli
Komin upp
Hópurinn
Að rofa til
Útsýni til vesturs
Gengið til baka yfir skarðið
Horft niður af tindnum
Addi að sprikkla með Ragnarstind í baksýn
Frábært veður þegar horft er í vesturátt
Þumall
Á leið til baka að Þumli
Hnútudalur
Komin yfir skarðið og haldið niður í Hnútudal
Bergið er flott
Gummi fann skakka turninn á leiðinni heim