Gummi og Addi tóku sér frí á föstudeginum 23. nóv þar sem ísaðstæður virtust vera orðnar fjandi góðar um mestallt land. Til að vera í friði frá truflunum var tekið á það ráð að fara uppí sumarbústað hjá Adda í Borgarfirði á fimmtudagskvöld og þaðan farið í Bröttubrekku á föstudeginum þar sem við klifruðum fjölspannaleiðina Single Malt on the rocks, WI-4 í frábærum aðstæðum og veðri.
Næsta dag eða á laugardeginum var svo farið í Haukadalinn en þar var þoka og örlítil úrkoma en þó mun minni í Borgarfirðinum. Við sáum aðeins inn í Skálagil en leist ekkert sérstaklega vel á það svo við skoðuðum Bæjargilið sem við höfum aldrei heimsótt fyrr. Við tókum neðsta haftið sem er um 15-20m hátt og þegar þangað var komið var allt fyrir ofan orðið vel þakið í þoku svo við fórum bara niður aftur og tókum eina þunna línu hægra megin við miðkertið sem við fórum fyrst. Þessar spannir reyndust bara vera hin fínasta skemmtun en eftir þetta ákváðum við bara að rúlla í bæinn, kíkja í gufubað og safna kröftum fyrir sunnudaginn en Óðinn var þá laus og kom með okkur.
Það var strax um kvöldið stefnt á Stíganda, en það var þó ekki alveg ákveðið fyrren við vorum komnir undir Múlafjallið sjálft. Leiðin var í góðum aðstæðum og lykilkaflinn var skemmtilega funky með regnhlíf í lokakaflanum. Addi fékk aðeins að leiða en hann tók fyrstu tengispönnina þar sem hann er enn að jafna sig á rifbeinsbroti síðan fyrir um mánuði síðan. Gummi tók svo næstu spönn sem er þægileg 4gr eftir að hafa fengið það yfir á Óðinn að ráðast í lykilhaftið með að múta honum með öxunum sínum þar sem hann var líka ferskastur en við orðnir hálf þreyttir enda á þriðja ísklifurdegi í röð.
Frábær helgi og bíðum spenntir eftir hvort næsta helgi bjóði uppá eitthvað svipað fjör.

Myndir

Gummi í kertinu í leiðinni Single malt on the rocks.
Annað skot
Að klára
Addi í síðasta haftinu.
Kvöldverðurinn á föstudeginum.
Skálagil í Haukadal.
Önnur af Skálagili.
Við klifruðum miðjukertið og þunnu lænuna þarna hægra megin.
Gummi í miðlínunni.
Hærra
Þunna leiðin við hliðiná, kom skemmtilega á óvart hversu skemmtileg hún var.
Sunnudagur í Stíganda Múlafjalli.
Addi í Stíganda.
Rassinn á Adda.
Gummi í spönn 2 Stíganda.
Gummi
Gummi
Gummi
Gummi
Óðinn eltir.
Óðinn
Addi
Óðinn tók lykilhaftið í Stíganda.
Odinn
Addi eltir.
Addi
Addi
Gummi að mynda Adda.
Myndatöku lokið, komið ykkur upp.
Hvalfjörður
Addi og Gummi.
Addi klárar síðasta spölinn.
Óðinn að klára.
Óðinn