Þar sem Gumma tókst að slasa sig á olnboga á aðfangadag gat hann ekki farið á Skessuhornið á öðrum í jólum eins og venjan er svo þetta árið var farin síðbúin ferð í byrjun janúar.
Eins og 2011 voru fengnir nýjir aðilar til að fylgja honum en Ágúst sem fór með honum í alpana 2010 kom með ásamt Kristjáni vini sínum og höfðu hvorugur þeirra komið á tindinn áður. Þetta var því mjög spennandi ferð fyrir þá og vorum við bara mjög heppnir með veðrið þrátt fyrir rigningu og snjókomu á leiðinni að fjallinu.
Aðstæður voru með betra móti þetta árið enda mikið búið að vera um hlýindi undanfarið og því dáldið af ís í leiðinni til að ná festum í klifrinu. Þó er langt frá því að ísleiðirnar í norðurveggnum séu klárar.
Ferðin var tekin rólega og rétt þegar við vorum að byrja á að hækka okkur upp í hrygginn sjálfann sáum við tvo aðra koma krossandi utaní hlíðinni sem fóru leiðina rétt á undan okkur.
Það er ekki oft sem maður sér aðra á þessum slóðum en gaman hefði verið að hitta þá sem varð ekki af þar sem þeir voru komnir vel á veg þegar við komum uppá hryggbrúnina.
Leiðin gekk bara þokkalega og aldrei þessu vant að þá var bara prýðilegt veður á horninu þennan dag og útsýni var þokkalegt yfir Borgarfjörðinn þar sem þoka gekk af og til yfir láglendið fyrir neðan okkur ásamt einu og einu skýji yfir horninu.

Myndir

Skessuhornið stingur sér hér uppúr þokunni.
Lækjarspræna
Ágúst að koma uppá Hrygginn.
Kristján krafsar sig upp.
Ágúst í rennu.
Kristján og Ágúst.
Aðeins nær.
Ágúst
Næsti stallur.
Ágúst í belay-sæti.
Framhaldið
Alveg að verða búnir.
Kristján að koma síðustu metrana.
Skarðshorn og Heiðarhorn.