Fyrir klifrara er oft mikilvægt að geta vitað hversu erfitt klifrið sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur. Mikilvægt er að ekki taka sér ekki of stórt verkefni í hendur, þar sem slíkt býður hættunni heim.

Klifur er til í öllum stærðum og gerðum. Til þess að hægt sé að gera erfiðleika klifurleiðar skiljanlegan þarf að vera til staðar almennt viðurkentur staðall sem sem mælieinig á erfiðleika á viðkomandi tegund af klifri. Hér fyrir neðan er að finna helstu kerfi sem eru í notkun hér á landi ásamt útskýringum.


Klettaklifur gráður (YDS, frönsk, UIAA )

Klettaklifur með línu (sportklifur, dótaklifur) er almennt nákvæmasta kerfið og eru aðalega þrjú þeirra notuð hér á Íslandi. Grjótaglíma og Aid-klifur eru mjög ólik og með sitt eigið kerfi og eru ekki listuð hér.

Algengasta kerfið sem notað er á íslandi er YDS (Yosemite Decimal System), bandarískt kerfi sem er viðurkennt víða um heim og einkennist af tölunni 5. fyrir framan (merki um fríklifur en ekki brölt sem er einkennt með 1-4) og síðan erfileika stiginu 1-13 og eftir 10 þá bætast bókstafirnir a,b,c,d til að skilgreina það en frekar.

Lang algengast í Evrópu er franska klettaklifurkerfið sem er einfaldlega bara tölustafir frá 1-9 og svo a,b,c,d sem stig af númer stigi.

UIAA (Union Internationale des Associations d'Alpinisme) sem notast við rómverskatölustafi er mest notað til að gráða erfileika fríklifurs í alpaklifri. Sjaldgæft að þetta sé notað hér.

Ágæt er að hafa til hliðsjónar að margar leiðir á íslandi eru undirgráðaðar, þar má sérstaklega nefna leiðir á Hnappavöllum. Dótaklifur er í eðli sínu erfiðara svo oft er gott að gera ráð fyrir að það sé erfiðara en gráðan gefur til.

Franskt UIAA YDS (USA) Byrjandastig
1 I 5.2
2 II 5.3
3 III 5.4
4 IV 5.5
4a IV+ 5.6
5a V 5.7
5b V+ 5.8
5c VI- 5.9 Miðlungsstig
6a VI 5.10a
6a+ VI+ 5.10b
6b VII- 5.10c
6b+ VII 5.10d
6c VII+ 5.11a
6c+ VIII- 5.11b/c
7a VIII 5.11d Þróað
7a+ VIII+ 5.12a
7b IX- 5.12b
7b+ IX- / IX 5.12c
7c IX 5.12d Sérfræðingur
7c+ IX / IX+ 5.13a
8a IX+ 5.13b
8a+ X- 5.13c Ofur-sérfræðingur
8b X 5.13d
8b+ X+ 5.14a
8c XI- 5.14b Elite
8c+ XI 5.14c
9a XI+ 5.14d Ofur-elite
9a+ XII- 5.15a
9b XII 5.15b

Ísklifurgráður WI (Waterfall ice)

Notað til að gráða erfileika á klifri í frosnum fossum og er það gráðukerfi sem er almennt er viðurkennt á Íslandi. Algengt er að notað sé "+" eða "-" til að fínstilla erfileikastigið frekar. Jökulís sem er frosinn allt árið hefur sjaldan gráður, í ölpunum er þá stundum notað AI til að gráða þannig ís í stað WI.

WI2 Lítill halli, um 60°. Auðvelt ísbrölt sem með góðri tækni er hægt að klifra með einni exi. Til að klifra erfiðari gráður þarf 2 klifuraxir.
WI3 Nokkuð samfellt 60-70° klifur þar sem hugsanlega má finna stutt nær lóðrétt höft upp að 4m.
WI4 Nær lóðrétt höft upp að 10m. Stíft klifur sem þarfnast þess að settar eru inn skrúfur í erfiðum stönsum. Getur oft verið nokkuð tæknilega erfið.
WI5 Lóðrétt eða nær lóðrétt klifur upp að 20m. Langt stíft klifur sem þarfnast þess að settar eru inn skrúfur í erfiðum stönsum með lítið af hvíldum. Getur oft verið tæknilega erfitt og/eða varasamt.
WI6 Lóðrétt eða nær lóðrétt klifur upp heila spönn (30-60m). Langt stíft klifur sem þarfnast þess að settar eru inn skrúfur í erfiðum stönsum með engri hvíld. Getur oft verið mjög tæknilega erfitt og/eða mjög varasamt.
Sjaldgæft er að sjá þessa gráðu á Íslandi þar sem margar WI6 gráðu leiðir hafa fengið gráðuna 5 eða 5+.
WI7 Fullar spannir sem eru lóðrétar, yfirhangadi með engri hvíld. Mjög tæknilega erfið og/eða gríðarlega varasamt klifur. Mjög sjaldgæfar og engin WI7 hefur verið klifruð á Íslandi þegar þetta var skrifað.

Mixað/þurrtóla klifur M (Mixed)

Notað til að gráða klifur leiðir sem þarf að klifra umtalsvert eða einungis í beru bergi með klifuröxum og klifurbroddum. Algengt er að leiðir oft byrji í bergi og/eða endi í hreinum ís eða sé klifur í mjög þunnum ís þar sem snerting við berg er mikil. Lítil reynsla er fyrir M gráðum á Íslandi.

M1-3 Auðvelt í littlum halla, oftast lítið notast við klifuraxir.
M4 Hallað klifur eða lóðrétt með einhverjum tæknilegum hreyfingum.
M5 Eitthvað af viðvarandi lóðréttu klifri.
M6 Lóðrétt til yfirhangandi klifur með einhverjum erfiðum hreyfingum.
M7 Yfirhangandi með kröftugum hreyfingum, undir 10m af erfiðu klifri.
M8 Grótglímulegt klifur með öflugum hreyfingum og/eða lengri krúxum en M7, gæti innihaldið þök.
M9 Stöðug lóðrétt eða örlítið yfirhangandi með mjög tæpum eða tæknilegum höldum. Eða yfirhangandi þök með góðum höldum 2 til 3 líkamslengdir.
M10 Að minnstakosti 10m lárétt þak eða 30m af lóðréttu klifri með öflugum hreyfingum og engri hvíld.
M11 Heil spönn af yfirhangandi leikfimislegum hreyfingum eða allt að 15m þak.
M12 Eins og M11, en með dýnamískum hreyfingum og tæpum tæknilegum höldum.

IFAS Alpagráður (International French Adjectival System)

Algengasta gráðukerfið sem notað er í Ölpunum og í raun víða um heim. Gráðukerfi sem byggir á samantekt af öllum þáttum sem lúta af löngum alpaklifurleiðum. Aðkomu, erfileiki miðað við lengd, hæð, hætta, skuldbinding og tæknilegur erfiðleiki.

F Facile (létt), Auðfarinn, hugsanlega aðkoma á jökli, snjór og ís með litlum halla.
PD Peu difficile (ekki mjög erfit). Hugsamlega lengri aðkoma með eitthvað að nokkuð bröttum sjó ís. Flóknari jöklaganga, aðeins erfiðara brölt. Gæti þurft að síga. Meiri umhverfis hætta.
AD Assez difficile (miðlungs erfið). Nokkuð stíf, nokkuð brattur snjór og ís, klettaklifur uppí UIAA III (ca. 5.3) en ekki langt slíkt klifur. Tryggja þarf klifur, berskjöldun (exposure) hugsanleg. Nokkuð mikil hætta frá umhverfi.
D Difficile (erfið). Alvarlegt klettaklifur í gráðum UIAA IV og V (5.4-5.7). Ís, snjór í halla 50-70°. Leiðir geta verið langar og jafnar eða stuttar og stífar. Mikil hætta frá umhverfi.
TD Très difficile (mjög erfið). Flestar leiðir með þessa gráðu eru erfiðar með mikilli umhverfishættu. Langar snjó eða ísklifur í halla 65-80° (WI3-4), klettaklifur gráður V og VI (5.6 - 5.10) og hugsamlegt Aid-klifur, langir kaflar af stífu klifri.
ED1-4 Extrêmement difficile (gríðarlega erfiðar). Lóðrétt ísklifur (WI4-5), klettaklifur, allt að VI til VIII (5.9 - 5.12a) mögulega aid spannir.
ABO Abominablement difficile (yfirburða erfið). Erfiðleiki og/eða hætta á hæsta stigi.

Heimildir:

http://www.alpinist.com/p//climbing_notes/grades
http://www.rockandice.com/articles/how-to-climb/article/77-climbing-ratings-understanding-climbing-grades
http://en.wikipedia.org/wiki/Grade_%28climbing%29
http://en.wikipedia.org/wiki/Ice_climbing
http://www.guidedolomiti.com/eng/rock-climbing-grades.html

Myndir

Arnar í fyrstu spönn Paradísarheimtar