Eftir miklar áhyggjur af hlýindum undanfarnar vikur kom þó í ljós að nægan ís var að finna á Vestfjörðum. Því var festivalið flutt frá Kaldakinn yfir á Ísafjörð í þetta skiptið en Kaldakinn varð fyrir valinu í undirbúningnum.
Við ákváðum að taka 3 daga helgi og keyrðum því á Ísafjörð eftir vinnu á fimmtudeginum. Vorum ekki komnir þangað fyrren vel eftir miðnætti aðfaranótt föstudagsins og sváfum því aðeins lengur á föstudagsmorguninn til að vinna aðeins upp svefnleysið.
Við ætluðum fyrst að fara í Óshlíðina á föstudeginum og klifra nokkur roadside kerti en eftir að hafa keyrt mestalla leiðna frá Bolungarvík í gegnum illa farinn aflagðan veg sáum við að allur ís þar var hruninn. Þó var einhver ís ofar í hlíðinni en sáum það nánast ekkert vegna þoku. Því var ákveðið að fara í Álftafjörð á sama stað og við klifruðum á í fyrra og ná nokkrum leiðum þar.

Við gegnum framhjá Vatnshlíðarfjalli þar sem við klifruðum í fyrra og leist ekki nógu vel á ísinn þar vegna þess hversu mikið var greinilega hrunið niður og þunnur ís. Þess í stað héldum við áfram inn dalinn og í áberandi gil innan við Vatnshlíðarfjall. Þar voru þónokkur kerti með duglegum regnhlífum og miðuðum við út einhverjar línur þar sem við tókum stefnuna á.
Þegar að gilinu var komið og við farnir að taka búnaðinn úr pokunum til að koma okkur ofaní gilið kom einkennilegur svipur og hljóð frá Adda, hann hafði þá uppgvötað að hann hafði skilið mannbroddanna eftir í bílnum og tilkynnti Gumma og Óðni það að við myndum mjög líklega fá skemmtilegar myndir af okkur þennan daginn aulalegur á svipinn.
Ákvörðunin um að taka frekar myndir en að taka allt að 2 klst göngutúr að sækja broddanna varð þó fljótt ofaná svo við Óðinn spenntum á okkur búnaðinn og héldum niður í gilið þar sem snjó/ísbrú leiddi okkur yfir ána og uppað ísnum.
Óðinn fékk heiðurinn að taka fyrri leiðina sem var leiðin sem við vorum búnir að vera að horfa á í gegnum dalinn á leiðinni. Þó var ákveðið að fara í kertið við hliðiná upprunalega planinu þar sem í ljós kom að hitt kertið var í raun eins og risavaxin frístandandi keila og mjög stór regnhlíf ofan við hana hékk eingöngu uppi af gömlum vana á ca. mittisþykkum ísbunka.
Þessi leið gekk bara vel og elti Gummi á eftir. Þar gerðum við okkur einfalda v-þræðingu og sigum niður á henni og Gummi í næstu leið. Um leið og Gummi lagði af stað komu smá blótsyrði frá Adda sem beið örvæntingafullur á brúninni fyrir ofan með myndavélina. Eftir báðar leiðirnar var skálað með whiskey pelanum við litar undirtektir ljósmyndaranns.

Á laugardeginum fórum við hinsvegar með klifurhópunum yfir sunnanverðann Dýrafjörð í Eyrardal þar sem nóg var af leiðum fyrir alla. Þar voru klifraðar mjög margar leiðir þennan daginn og nánast allar í frumferð. Við ákváðum að taka eina mjög augljósa línu rétt hægra megin við miðjan dal sem virtist svo vera eina leiðin í dalnum sem hafði verið klifruð áður. Þó var leiðin bara prýðileg og tók Addi þá við eftir góðan frídag daginn áður og fékk að prófa að setja broddann á sig aftur í miðju lóðréttu hafti. Óþolandi þegar klifurtáin eyðist svona af skónum en svo virðist sem skóframleiðendur séu farnir að setja viljandi lélegt efni í tánna svo þær eyðist örugglega fljótt.
Þegar þessari leið var lokið ákváðum við að fara aftur til Ísafjarðar þar sem matur og myndasýning var á dagskránni eftir 2 stundir en þegar við vorum klárir í matinn höfðu margir ekki skilað sér enn úr klifrinu þar sem þeir vildu nýta daginn sem best og sáum við þá aðeins eftir því að hafa ekki skellt okkur í aðra leið enda bara keyrt heim á sunnudeginum.

Myndir

Gengið inn Seljalandsdal.
Addi að taka úr pokanum, rétt áður en hann fór að leita af broddunum.
Gummi og Óðinn á leið inn gilið.
Innan úr gilinu.
Óðinn byrjar að klifra.
Óðinn klifrar
Hættum snarlega við að rífa í regnhlífina þegar við sáum hversu mjó festingin á henni var.
Séð að ofan.
Gummi eltir upp.
Kertasmetti eftir ísbrotið.
Gummi í næstu leið.
Addi bíður broddalaus.
Gummi og Addi.
Ekki sáttur með daginn...
Gengið inn í Eyrardal Dýrafirði.
Myndatökulið Mountain Hardwear.
Ísleiðir í Eyrardal.
Addi að byrja á ísleið.
Kominn í megin haftið.
Laus mannbroddi, óþolandi þegar klifurtáin er búin.
Addi
Addi
Gummi eltir.
Gummi
Óðinn eltir.
Óðinn
Óðinn
Allir komnir upp.
Frosið dót.
Línan er hálf stíf eftir frostið.
Addi gengur frá dótinu.
Bleiki Pardusinn frumklifraður.
Leiðirnar vinstra megin í dalnum.
Gott færi á Steingrímsfjarðarheiði.
Ferðamenn hjálpast að! Hér vorum við að draga bíl lausann.