Óðinn hafi nýverið fjárfest í fjallaskíðum ásamt því að fara á námskeið og vildi því ólmur komast í alvöru aðstæður til að prófa nýju græjurnar en Gummi var upptekinn og Arnar var ekki enn búinn að kaupa sér skíði. Upp poppaði fyrirspurn frá hollendingnum Siebert Frieling á spjallinu á Ísalp.is þar sem hann var að leita eftir skíðafélaga og Óðinn bauðst þá til að fara eitthvað með honum.

Það hafi verið þó nokkur kuldi ásamt snjó í nokkurn tíma fyrir norðan og voru búnar að myndast kjör aðstæður þar fyrir allskonar vetrabrölt ásamt því að Telemarkfestivalið var haldið þar líka. Var því valið auðvelt og ákveðið var að skella sér norður. Arnar fékk veður af þessu plani og gat ekki sitið bara heima svo hann tók bara skíði á leigu hjá Everestbúðinni og skellti sér með.

Brunað var úr bænum eftir vinnu og keyrt beint norður. Nokkur stopp á leiðinni tekin og virt fyrir sér norðurljósa dýrðina á leiðinni og eftir einn bjór á leiðarenda vart beint farið í háttin.

Morguninn eftir veltum við fyrir okkur hvað menn vildu gera. Hlíðarfjall var ekkert voðalega spennadi kostur fyrir Óðinn og Siebert. Stefnan var því sett á Skíðadal. Hittum við þar fyrir Jökull Bergman og spurðum við hann vegar og benti hann okkur á að kíkja á Hestinn og sýndi okkur leiðina upp á korti. Hann bauðst svo til að skutla okkur á þyrlunni sem var í bakgarðinum ef við höfðum áhuga. Við bara horfum bara á hvorn annan og sögðum hikandi bara ætla labba upp núna og sjá svo til þegar við kæmum niður aftur hvort við fengum ekki bara skutl í aðra ferð uppá fjallið.

Skíðin voru sett á fæturnar og byrjað var að þramma upp brekkuna í sporum tveggja norðmanna sem voru á sömu leið og við. Fyrir Óðinn og Arnar var þetta nokkuð klunnalegur göngu máti þar sem þetta var þeirra fyrsta svona ganga en náðu strax lagi á þessu og flugu upp brekkuna.

Þegar upp var komið tók hressilegur kuldi við og eftir smá nestist stopp og myndatöku var ekki eftir neinu að bíða og skemmtilegasti partur dagsins var framm undan. Skinnin voru rifin undan skíðunum, hællinn festur niður, skíðagleraugun sett á höfuðið og lagt af stað.

Skemmtilega brött breka í nánast fullkomnu færi með púðri tók við og leyndi hamingjan sér ekki á leiðinni niður þó lærin létu vel í sér heyra. Með smá mynda stoppum hér og þar var rennt sér alla leið niður að bílnum. Þyrlan var þá en pökkuð inn og ekki var langt í matinn á Telemarkfestivalinu svo við létum það eiga sig í bili að fá far.

Eftir sund og ný föt var farið uppí Hlíðarfjall þar sem okkur til mikillar furðu voru allir enn í skíðunum og vel í glasi og áttuðum við okkur þá á því að höfðum algjörlega miskilið hvernig Telemarkfestivalið gengi fyrir sig. Við héldum að þetta væri bara eins og ísklifurfestivalið þar sem menn bara fóru bara út að klifra og hittust síðan um kvöldið. Eftir vandræðilegar útskýringar á því afhverju við vorum komnir í götufötunum okkar tók við dýrindis lambamáltið og eitthvað af áfengum drykkjum. Fórum við svo afur í bæinn á Blood group tónleika á Græna hattinum.

Seyðandi boð hans Jökuls um þyrluskuttl sat þó en fast í okkur og ýmindunin að fara í þyrluskíðun byrjaði að taka hug okkar allan. Höfðum við þá samband við Jökul um hvort séns væri að fá að fara á morgun var því tekið vel. Draumurinn um þyrluskíðun var í sigtinu og fórum við allir spenntir í háttinn.

Daginn eftir hittum við Gumma og Ingvar sem voru í fylgd Simon Yates og félaga hans Tom Curtis en þeir höfðu farið á Hraundranga daginn áður og langaði í auðveldari dag. Við buðum þeima að koma með okkur að skíða sem þeir tóku vel í og Gummi sem var í tímaþröng var sló einnig til.

Þegar í Skíðadalinn var komið sáum við að skýja þakið hafi lagst á toppana á svæðinu og ekki hægt að taka á loft, Gummi sá þá að hann hefði ekki tíma til að bíða og þurfti því að fara. Jökull tók okkur þá í smá túr um Klængshól.

Spakmælið "þegar manni líkar ekki veðrið á Íslandi þá bíður maður bara" rættist og viti menn glufa kom í veðrið. Allir græjuðu sig í snatri og eftir öryggis brief frá Jökli tók þyrlan á loft með fyrsta holl og stefnan sett á Holárfjall. Skýjað var á toppnum á fjallinu og þyrlan lenti þess í stað á þröngum hrygg rétt hjá. Jökull stökk út og við einn af öðrum út í gríðarleg lætin og vindinn frá þyrlunni. Skíðdótið var rifið úr vélinni og lögðumst við allir í grúfu og þyrlan tók aftur á loft. Gleðin leyndi sér ekki og vorum við allir hoppandi kátir og glaðir eftir þessa mögnuðu lífsreynslu og færðum okkur frá lendingarsvæðinu til að taka myndir af næsta holi. Stuttu seinna kom þyrlan aftur með Simon og félaga. Eftir að þyrlan var farinn kallaði Simon "What a rush!" brosandi framm að eyrum.

Allir stukkum við á skíðinn og renndum við okkur niður langt stórt gil í mixuðu færi af púðri og smá harðfenni niður í Klængshólsdalinn. Þegar niður í dalinn var komið tók við góð nestispása. Simon og Tom ætluðu að skíða svo áfram út dalinn en við vorum sólgnir í meira svo við gengum upp bratt gil upp úr dalnum uppá hrygginn undir Kvarnárhnjúkum, allan tíman enn í vímu eftir þyrlu ferðina. Sólin fór að skína og brosmildir renndum okkur niður dalinn undir hnjúkunum í draumafæri alla leið niður á Klængshól og þaðan uppí bíl og brunað í bæinn með smá stoppi hér og þar í brjáluðu norðurljósa sýningu. Klárlega Góður dagur á föllum.

Myndir

Gengið upp frá Klængshól
Séð út Skíðadalinn
Ótrúlegt hvað þessi skinn halda
Komnir í dalinn sunnanmeginn við Hestinn
Arnar og Siebert
Nóg af snjó
Siebert spenntur
Tveir norðmenn voru aðeins á undan okkur og bjuggu til slóð
Annar norðmaðurinn
Óðinn tætir púðið
Bratt og flott
Óðinn
Siebert flottur
Púður!
Meira púður!
Siebert
Arnar
Flottar brekkur
Spaið á Klængshól
Jökull Bergman með öryggis fyrirlestur fyrir flugtak
"Ohh shit I have never seen so much snow here" - Jökull
Toppurinn á Holárfjalli í augsýn, eða hvað?
Þyrlan droppar Simon og Tom á fjallið
Siebert, Tom Curtis, Simon Yates og Arnar tilbúnir í niðurferð
Stóra gilið í Holárfjalli, gengum svo upp gilið fyrir miðri mynd
Gengið upp gilið hinumeginn í dalnum
Séð út Klængshólsdal
Gilið sem við skíðuðum niður af Holárfjalli
Sólin farinn að skína
Komnir uppá hrygginn undir Kvarnárhnjúkum
Siebert, Óðinn og Arnar
Hryggurinn undir Kvarnárhnjúkum
Arnar og Siebert
Siebert og Arnar eltir
Ljósskiptin í Skíðadal
Skíðað niður að Klængshól
Norðurljósin í Skagafirði á leiðinni heim