Þegar veturinn er að verða búinn um miðjan apríl og búið að vera tæplega 10°c hiti hann allann þá eru menn alveg til í að stökkva til á vorin ef þeir heyra af einhverjum ísaðstæðum en þannig var það hjá okkur þessa helgi að við heyrðum af því að allt liti út fyrir að klaka væri að finna á þessum stað og því var lítið annað að gera en að drífa sig af stað og keyra norður í Dalasýslu til að fá að berja eitthvað af þessum síðasta ís vetrarins.

Addi, Gummi og Óðinn brenndu því norður í Dalasýslu. Dagurinn er orðinn svo langur í apríl að maður er nánast hættur að hafa höfuðljósið með og getur tekið sér allan tíma sem mann langar til að klifra ís og þarmeð talið er alpastart óþarft.
Við ákváðum að taka sama afbrigði og þegar Gummi var þarna nokkrum vikum áður með Simon Yates og fleiri en þá var farið stóra haftið í miðleiðinni og þá hliðrað yfir í vinstri leiðina og efsta haftið tekið þar sem var í skemmtilegum aðstæðum þetta vorið með mjög stórum hangandi regnhlífum efst.

Fyrstu höftin tekur því ekki að tryggja en við byrjuðum þó fyrr en í fyrri ferðinni þar sem höftin voru farin að vera um 5m há þar sem við erum svona frekar öryggislega sinnaðir í klifrinu. Þá bauð Gummi Adda og Óðni að taka leiðslurnar í lykilhöftunum þar sem hann fékk að taka þær báðar nokkrum vikum áður með Ingvari því þær voru þrælskemmtilegar. Það er kannski viðsnúningur frá klifrinu fyrir nokkrum árum þegar barist var fyrir því að fá að elta að nú er barist um að fá að leiða, enda miklu skemmtilegra og skilur meira eftir sig.
Addi tók fyrri lykilkaflann og Óðinn þann seinni eftir að við skiptum yfir í vinstri leiðina á eftir lykilkaflanum. Til að skipta yfir er farið til vinstri eftir litla haftið á eftir lyklikaflanum í miðleiðinni. Mælum með'essu.

Myndir

Addi og Gummi
Addi að setja á sig skrúfur.
Addi vildi fá að leiða þetta.
Addi
Addi að komast í lykilkafla Single malt on the rocks en svo hliðruðum við í appelsín þegar ofar dró.
Addi
Addi
Addi
Addi
Addi
Óðinn eltir.
Útsýni yfir dalina.
Óðinn tekur síðasta hafið í Single malt and appelsín.
Óðinn í regnhlífunum.
Gummi í regnhlífafjörinu.