Í lok alpaferðarinnar vorum við búnir að setja stefnuna á flottan tind nálægt Grenoble. Sá heitir Mt Aiguille og er staðsett í Vercors regional national park þjóðgarðinum í suður Frakklandi nálægt Grenoble. Þetta fjall er mjög reglulegt og formfagurt klettabelti allan hringinn svo engin gönguleið er þangað upp. Þó eru mislangar klifurleiðir og er leiðin sem við fórum ein af vinsælustu leiðunum þarna upp og heitir Tour des Gémeaux, 5.9 og um 270m.
Þess ber að geta að þetta var um áraraðir kallað "mount inaccessible" eða ófæra fjallið. Það var ekki fyrren árið 1492 sem Charles 8. fyrirskipaði að fjallið skyldi klifið og fundu menn leið sem hægt var að fara með því að binda saman stiga, nota hjálparbúnað og spotta og þurftu svo að dúsa á tindinum í 8 daga í skýli sem þeir bjuggu sér til með að raða saman steinum og sáum við 2 slíkar tóftir á toppnum.
Fjallið var svo ekki klifið aftur fyrren árið 1834, nánast 350 árum síðar!

Leiðin upp er ekki mjög greinileg og þarf að vinna smá heimavinnu áður en lagt er í hann. Þó er ekki mjög erfitt að finna hana þegar maður er með mynd af henni með í för en farið er í litla skoru sem liggur meðfram fjallinu á NV fésinu og úr henni er klifrað upp.
Við höfðum áður verið að klifra í um 2000m hæð í LeBrevent og þá verið í glampandi sól og þarafleiðandi blússandi hita. Því fórum við heldur léttklæddir í þessa ferð og gleymdi Gummi meiraaðsegja flíspeysunni sem hann ætlaði að taka með og var því aðeins með eitt buff til að nota til einangrunar ásamt derhúfunni sem fékk að vera undir hjálminum.
Ástæða kuldans var hinsvegar strekkingsvindur í skugganum sem kældi duglega og komu nokkrar góðar setningar fram í þessari ferð á borð við vitnun í bókina Extreme alpinism eftir Mark Twight þegar tveir voru á leið upp Eiger north face, komu á bivy stað, blautir og kaldir að svefnpokarnir þeirra og allur annar búnaður var rennandi blautur. Þá segir annar þeirra "What are we going to do now?" þá svarar hinn "We're going to suffer!".
Allt svona hjálpar manni að yfirkoma óþægindi en við héldum bara vel áfram og þegar við vorum að verða komnir upp byrjaði sólin að skína á okkur og eftir það var engum kalt og fljótlega allir á bolnum.

Toppur fjallsins er hálf flatur miðað við hlíðarnar en þó er afgerandi toppur á fjallinu og þar eyddum við dágóðum tíma í að setja facebook statusa, taka myndir og smakka viskýið sem við keyptum í fríhöfninni á leið út.

Klifrið var mjög skemmtilegt, byrjunin pínu skrítin þar sem leiðin er ekki mjög áberandi en svo þegar ofar dregur verður þetta mjög áhugavert og skemmtilegt. Allt sæmilega boltað en þó var gott að vera með nokkra vini til að nota á milli bolta þar sem frakkar eru ekki mikið í að splæsa boltum þar sem auðvelt er að koma dóti fyrir.
Þetta var síðasta fjallið sem við klifum en þetta er þó ekki síðasta greinin úr ferðinni, eftir er Ítalía og Dent du Géant.

Myndir

Mt Aiguille í morgunsólinni.
Mt Aiguille
Leiðin liggur upp hægra megin við gilið lengst til vinstri.
Gummi í fyrstu spönn.
Gummi í fyrsta stansi.
Óðinn fór í spönn 2.
Addi í stansi.
Óðinn að elta.
Addi og Óðinn elta upp skoru.
Óðinn að komast úr skorunni.
Gummi following
Gummi leggur íann.
Arnar
Arnar
Óðinn
Gummi eltir
Sólin farin að skína.
Toppurinn
Óðinn
Formfagurt Mt Aiguille
Arnar að pósa við minnisvarðann.
Óðinn á niðurleið.
Gummi hægra megin að taka myndir.
Útsýni
Síðasta sigið niður úr Mont Aiguille
Skemmtilegt gil sem endað er í
Komnir niður á göngustíg.
Mt Aiguille er mjög flottur tindur!