Í ár hefur verið einn besti vetur í langan tíma og höfum við svo sannalega notið góðs af því eftir frekar blautt sumar.

Fyrsta ferð vetrar var fýluferð í Kaldadal þar sem Birkitréð var ekki einu sinni komin með ísskæni og endaði sú ferð bara í smá labbi uppá jökul og svo aftur í bílinn með smá myndastoppum.

Næsta ferð var farin þegar Arnar og Óðinn ákváðu að taka "leap of faith" þrátt fyrir óveðursástand og skoða hvort að lukkan hefði snúist við og var stefnan tekin á að kíkja á aðstæður í Háfoss í Laxárgljúfri og viti menn FULLT AF ÍS! Granni var í gómsætum aðstæðum og tók Óðinn fyrstu spönn sem endaði sem ca. 75m spönn og þurfti Arnar að simul klifra aðeins upp slabbið til að hann kæmist upp á brún. Næst tók Arnar við og spólaði upp vel kertaða seinni spönnina sem innihélt fínar vatnsgusur úr fossinum þegar vindurinn feykti vatni úr opinu á fossinum á okkur af og til. Þegar á toppinn var komið tók svo óveðrið við okkur þar sem við komum uppúr skjóli gilsins og drulluðumst við í bílinn ótrúlega sáttir við frábæra byrjun á vetri.

Helgina eftir var Óðinn fastur heima við og fóru Gummi og Arnar í Bröttubrekku og kíktu á Single Malt leiðirnar og var þar greinilega söfnunarsvæði klifrara en við töldum um 10 manns. Voru allir neðri fossarnir opnir og efsta haftið í lítið spennandi aðstæðum sem þeir þó klifruðu og fóru aftur til baka í bæinn.

Langt var síðan við kíktum í Teitsgil og ákváðu Óðinn og Arnar að freista þess að komast í eitthvað flott mission þar. Þegar þeir komu svo loksins upp og sáu inn í gilið þá blasti ekki sérstaklega fögur sjón við þar sem ísinn í gilinu var ferkar dræmur og litu þeir frekar áhyggjufullir á hvorn annan en ákváðum þó að fara inní gilið og skoða þetta nánar.
Þegar þangað var komið leit út fyrir að eina leiðin sem var með eitthvað alvöru magn af ís var stóra leiðin sem enginn hafi þorað í innst inni í gilinu. Óðinn leit þá á Arnar með girndar augum og sagði "Eigum við að gera eitthvað heimskulegt?". Arnar glotti og Óðinn gíraði sig upp í að taka fyrstu spönn sem var alveg lóðrétt 25m haft með funky yfirhangandi sveppa mynstri í endan. Hann kláraði þetta með snilldarbrag og Arnar fylgdi svo upp á eftir. Eftir smá hvíld í stansinsum þá brunaði Arnar upp seinni spönn sem var ekki alveg eins krefjandi en þó vel í fangið og endaði með snjóbrún og smá mix krafsi uppá top. Óðinn fylgi svo upp og stóðu þeir uppi sigri hrósandi eftir að hafa náð að sigra þessa ótrúlega flottu nýju leið sem fékk nafnð Teitur WI5 55m.

Jólaklifur Ísalp var næst á dagskrá helgina eftir og fóru Arnar og Gummi sem tóku þátt í hinu árlega social-klifri. Þrammað var upp brekkuna í jólasnjókomu í stærðarinar hópi upp í niðurgangsgilið eins og árin á undan. Voru settar upp toprope í nokkrum fossum þar og tók Arnar og Gummi smá toprope upphitunar klifur í Mömmuleiðinni. Arnar var þó hungraður í eitthvað meira spennadi eftir góða byrjun á vetri og gekk undir Pabbaleiðina og hugsaði "humm.. ég ætti að geta klifrað þetta." Leit hann þá á Gumma með glott á vör og sagði signature settningu vetrarins "Eigum við að gera eitthvað heimskulegt?". Gummi brosti bara og Arnar gíraði sig upp og byrjaði að klifra mix kaflan neðst í leiðinni sem var vel í fangið en hann leysti það með snilldar brag undir hvatningu áhorfenda og kláraði svo leiðina upp á topp í himneskum ís sem endaði þó í viðbjóðs snís kafla uppá brún og fylgi Gummi á eftir. Kátir eftir að hafa klifrað þessa hreint mögnuðu leið var skálað í smá viský og tekið saman og gengið niður í bíl.

Langþráður draumur okkar hefur alltaf verið að klifra Óríon og það þá sérstaklega eftir að við þurftum frá að hverfa vegna myrkurs fyrir um 2 árum síðan. Stefnan var því tekin á hann helgina eftir. Þegar þangað var komið sáum við heljarinar op í fossinum og fúlir ákváðum við því að kíkja í Rísanda og fara hægra kertið sem við höfum aldrei farið áður.
Þegar við komum undir leiðina sáum við að neðsta haftið væri í sennilega í feitustu aðstæðum sem við höfðum séð og tók Gummi fyrstu spönn sem var í drauma ís alla leið.
Óðinn þrumaði upp stóra haftið í miðjunni sem var þó í frekar auðveldum aðstæðum í drauma ís. Arnar ætlaði svo að klára uppá topp en þegar hann var að berja fyrsta höggið í ísinn þá hringdi síminn. Arnar ákvað bara að svara þar sem hann stóð vel á hörðum snjó. Örskamma stund inní símtalinu brotnaði snjórinn undan honum allt í einu, hann dettur aftur fyrir sig, síminn flýgur úr hendinni uppí loft og niður fossinn. Við fallið fór öxlin úr lið og dettur hann á bakið, fastur með lappirnar ofan í snjónum í frekar brattri snjóbrekku og getur engan veginn sest upp. Gummi kemur þá til að aðstoða hann við að setjast upp og þarf að ýta á hausinn á honum svo að hann geti snúið sér við og sest. Arnar sem er vel vanur því að fara úr axla lið í geggnum tíðina eftir að hafa lent í þessum margsinis í gegnum árin eftir að hafa meitt sig í hættulegasta sporti heims, fótbolta fyrir meira en 15 árum síðan.
Hann kippti sér bara aftur í lið urrandi af pirringi og kláraði svo sína leiðslu uppá topp.

Hefð hafi skapast fyrir því að kíkja á Skessuhorn annan í jólum en vegna óveðursins sem gekk yfir landið um jólin var áðveðið að fara frekar í ísklifur í Grafarfoss.
Ekki var veður beint með besta móti en við þrömmuðum þó uppí gilið og Óðinn tók fyrstu spönn upp miðjan fossinn í frekar ógeðslegum bröttum skel snís uppí massa blaut lóðrétt kerti í miðjunni. Freysi og Styrmir létu svo sjá sig og fóru í stóra kertið vinstra megin við miðju með söng og látum.
Gummi ætlaði að mynda Óðinn undir Granna, en eitthvað hefur honum leiðst greinilega að bíða þar sem hann ákvað bara að sólóa hann til að ná betri myndum af toppnum á gilinu. Þegar þangað var komið fór sólinn allt í einu að skína á fossinn og gat Gummi ekki látið það tækifæri framhjá sér fara að fá frábæra lýsingu fyrir ljósmyndun sem er svo sjaldgæf í ísklifri þannig að hann ákvað að sleppa að klifra og taka myndir í staðinn. Sú ákvörðun var greinilega góð þar sem hann náði mögnuðum myndum.
Arnar elti svo Óðinn upp og kláraði svo uppá topp en enn frekar aumur eftir meiðslin helgina áður. Mikið var myndað þar sem 3 myndavélar voru með.

Myndir

Óðinn í Granna við Háafoss.
Blautur og kaldur dagur við Háafoss.
Óðinn í Teit, nýrri leið í Teitsgili.
Óðinn eltir upp seinni spönn í Teit.
Addi klifrar pabbaleiðina í Múlafjalli.
Addi að klára pabbaleiðina.
Gummi leggur af stað í Rísanda.
Gummi í fyrsta hafti Rísanda.
Addi eltir fyrstu spönn Rísanda.
Óðinn í hægra kertinu í Rísanda.
Óðinn hækkar sig.
Gummi eltir miðspönnina.
Addi eltir.
Addi
Addi
Addi fer uppfyrir brún, Óðinn stoppaði á brúninni til að fá overview.
Óðinn gefur Adda slaka áður en akkerið er losað.
Arnar úr axlarlið. Gummi hjápar Arnari að setjast upp.
Arnar smellti sér bara aftur í lið og klárði síðustu spönn.
Arnar í 3 spönn
Fengum flyby heimsókn
Óðinn in Rísandi
Óðinn kemur uppá top.
Nóga af ís í Múlanum núna.
Klassíkin Grafarfoss
Óðinn tekur fyrstu spönn
Óðinn
Óðinn
Gummi sólóar Granna á meðan hann bíður
Óðinn að koma upp í fyrsta stans
Grafarfoss
Óðinn í stansinum
Arnar í fyrstu metrunum
Óðinn tekur Arnar upp
Arnar
Arnar kemur upp
Arnar
Arnar í bratta snís viðbjóðinum. Styrmir í hinu kertinu.
Arnar
Óðinn, Arnar og Styrmir
Styrmir í stóra kertinnu.
Arnar
Arnar
Arnar
Arnar kemur uppí stans
Styrmir
Óðinn graður á myndavélinni.
Styrmir
Arnar kominn upp í stans
Styrmir tekur upp Freysa
Óðinn að klára uppá topp. Freysi tekur seinni spönn.