Ákveðið hafði verið að halda hið árlega ísklifurfestival ÍSALP við Grundarfjörð á Snæfellsnesi en vegna hlýindaskeiðs vikurnar áður var ákveðið að færa festivalið innar í land. Heyrst hafði að ágætist ísaðstæður væru í Hauksdal og var því ákvörðun tekinn um að fara þangað í staðinn. Fengin var aðstaða fyrir liðið í félagsheimilinu Árbliki.

Gummi hefur verið á kafi í námi og komst hvorki lönd né strönd vegna þessa. Óðinn, Arnar og Ingvar fóru seint út úr bænum á fimmtudagskvöldinu og gistu í bústað fyrir utan Borgarnes til að stytta keyrsluna daginn eftir.

Daginn eftir var hent í sig morgunmat og brunað af stað í átt að Haukdal. Þegar við nálguðumst Haukdal var stóra-spurningin um hvert skyldi fara að klifra. Stakk Arnar þá uppá að við ættum að taka áhættuna og kíkja aðeins norðar og sjá hvort eitthvern ís væri að finna í suðvestur-hlíðum Hvolsfjalls sem er rétt sunnanmeginn við Gilsfjörð í Breiðafyrði. Þar hafði hann nefnilega rekið augun í flottan ís fyrir nokkrum árum og var spenntur að gá hvort að það væri ekki þess virði að klifra. Þegar þangað var svo komið blöstu við þessi flottu ísþil á bakvið pýramídann í Fannahjalla. Við tókum okkur saman og þrömmuðum upp undir pýramíddan (sem lítur vænlegur út til klettaklifurs og minnir bergið í honum á Búhammra) og þaðan bakvið upp gilið hægrameginn. Þar var fullt af ís að finna. Óðinn kom auga á flotta línu efst uppí gilinu og við klifruðum upp henni og græuðum okkur. Óðinn vildi ólmur leiða þetta og réðs á línuna einbeyttur en þegar hann var kominn ofarlega í leiðina missti hann skrúfu og rétt undir krúxinu í leiðinni tók hann stans þar sem hann var ekki með nóg af skrúfum til að klára leiðina örruglega. Arnar elti þá upp. Mikill bleyta var í leiðinni og hýfandi rok upp gilið og leið ekki á löngu fyrr en allt var orðið gegnsósa af bleytu, hendurnar nánast alveg frosnar og stöðuvatn var farið að myndast í skónum og kuldinn beit rækilega í. Arnar tók restina af skrúfunum og lagði af stað kaldur og blautur með hausinn ekki alveg í 100%. Heljarinnar gat var í fossinum og þunn skel í kringum það þar sem maður horfðu alveg 20m niður gatið og lá leiðinn upp á skelina og svo þaðan upp yfirhangandi brún með ömurlegum fótum og gafst Arnar upp og þorði ekki í þetta þar sem pumpan var í hámarki og kuldinn algjör. Seig hann þá allaleið niður og bjóst við að Óðinn gerði það sama en Óðinn sem var algjörlega einbeyttur og vildi algjörlega harður að ná þessu FF og þrátt fyrir að hanga í fossinum í góðan tíma algjörlega blautur og kaldur inn að beini meðan Arnar fór upp og svo aftur niður þá kláraði hann þetta með glæsibrag uppá topp en seig svo strax niður þar sem hann varð að komast strax niður vegna kulda og fékk Ingvar því ekkert að klifra þann daginn. Leiðinn fékk svo nafnið (enn ekki ákveðið) og er WI5 35m. Hlupum við allir niður í bíl til að koma hita í kroppinn og þó við hitnuðum aðeins á leiðinni niður var enn góður hrollur í okkur og allt dótið okkar algjörlega gegnsósa. Ákvörðun var tekinn um að fara bara aftur í bústaðinn til að komast í betri aðstöðu til að þurrka og hlýja okkur við kamínuna þar og komast í pottinn. Á leiðinni stoppuðum við í Árbliki til að heilsa uppá menn.

Á laugadagsmorguninn var mest allt orðið þurrt og lagt var snemma af stað í átt að Haukadal. Þar sem við höðum farið í Skálagil áður var ákveðið að skella sér í Austúrárdal í staðinn og urðum við svo sannalega ekki fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun. Löbbuðum við inn dalinn og við blasti þessi risahvelfing innar í dalnum. Ekki var mikið mál að ákveða sig hvaða leið skildi valinn þar sem Túristaleiðinn (WI4 100m+) var spikfeit og menn langði í gott fjöllspannaklifur. Við klifruðum leiðina í 3 spönnum og tók Ingvar fystu Óðinn aðra og svo Arnar krúx spönnina sem er lóðrétt 15m tjald í lokinn sem endar svo í snjóhengju sem þurfti að komast yfir með smá kúnstum. Við komum svo vel sáttir niðrí bíl akkurat þegar myrkrið skall á vel þreyttir og ánægðir með góðan dag. En auðvita var eitt ævintýri eftir þar sem við keyrðum aftur uppá veginn fórum við aðeins út fyrir afleggjarann og poppaði framhjólin á bílnum í gegnum ís ofan í læk og var ekki mikil ánægja með það. Ágætlega tókst þó að koma bílnum aftur uppúr og komum við alveg máturlega í kjötsúpuna í Árbliki í góðra manna(kona)hópi, eftir það var haldið heim á leið þar Arnar þurfti víst að mæta í afmæli dóttur sinnar daginn eftir.

Myndir

Arnar og Ingvar gera sig klára
Fannahjalli í Hvolsfjalli
Hestar að kíkja á okkur
Íslenski hesturinn
Flottur pýramídinn
Flott berg
Ingvar kominn undir stóraþilið í hægra gilinu
Takmark dagsins fundið
Arnar kemur upp gilið
Óðinn og Ingvar
Og upp fer hann
Einbeittur
Bratt
Óðinn í cruxinu
Blautt og miserable!
Austurárdalur
Kertaníkir og Bláaleiðinn í bakgrunni
Túristaleiðinn WI4 100m
Ingvar byrjar
Ingvar
Alveg slétt
Magnað umhverfi
Arnar eltir
Óðinn kemur upp í fyrsta stans
Óðinn spólar upp spönn 2
Ingvar kemur upp í  stans 2
Ingvar og Arnar
Ingvar og Arnar
Arnar í lokahaftinu
Upp fer hann
Alveg að klára
Óðinn kemur uppúr snjóhengjunni
Svo var mætt í súpu