Í miðri langri og strangri vinnutörn gafst einn dagur til þess að loksins fara út og viðra fjallaskíðin. Dagurinn var tekinn snemma þar sem flott veður var yfir landinu og ákváðu Óðinn og Arnar að bruna í áttina að Snæfellsjökli sem sást vel frá borginni þann daginn.

Þegar þangað var komið sáum við að snjórinn náði alla leið niður að rótum Arnastapa og var þar stoppað og skíðin rifin út. Við gengum upp í blíðskaparveðri en uppgangan tók óvenju langan tíma fyrir Arnar sem var ný stiginn úr veikindum og seilaðist hann upp fjallið pústandi og másandi meðan Óðinn þurfti ekkert að hafa fyrir þessu. En báðir komust upp þó nær klukkutími leið á milli og renndum við okkur niður í mjög hörðu og grófu færi efst á jöklinum alla leið í bílinn með brilliant köflum inná milli.

Myndir

 Á leiðinni upp
Arnar með Arnastapa í bakgrunni
Arnar
Horft upp eftir á Snæfellsjökul
Óðinn
Arnar
Arnar með jökullin í bagrunni
Næs!
Arnar
Arnar
Hittum gamla stærfræði kennarann okkar úr FÁ
Arnar
Arnarstapi