“Hvernig viljið þið nota þennan hvíldardag?” spurði Arnar sumarið 2013 í Chamonix, frönsku Ölpunum. Blundað hafði í okkur viljinn til að prófa tandem paragliding flug frá ferð okkar á sama stað árið 2011. Skelltum okkur allir þrír í flug frá Le Brevent niður í bæinn og þar var áhuginn fæddur.
Nokkru seinna vorið 2014 fengu Gummi og Óðinn skilaboð frá Arnari, hann hafði rekist á auglýsingu um námskeið í svifvængjaflugi sem átti að hefjast innan nokkurra daga. Áhuginn var enn sterkur svo við skráðum okkur allir án frekari umræðu.

Námskeiðið gekk vel í fyrstu enda veðurguðirnir okkur hliðhollir en síðar kom langur rigningarkafli og teygðist aðeins á prógraminu en allt gekk þetta upp að lokum og allir á endanum fleygir og með fínan grunn þökk sé frábærum kennurum. Við vorum svo ekki lengi að útvega okkur rétta útbúnaðinn en þá var ekki aftur snúið.

Helgina 27.-29.júní var eitthvað af liði á leiðinni á Vík og ákváðu Óðinn og Arnar að smella pallhýsinu á bílinn og brunuðu vestur á föstudegininum. Á leiðinni sáum við vængi fljúga við Seljarlandsfoss og drifum við okkur því upp á "takeoff" til að sjá hvort við næðum ekki að kreista út eitt flug áður en við héldum ferðinni áfram til Víkur. Vindurinn var á undanhaldi og endaði þetta bara sem áhugaverður sleddari framhjá fossinum. Við pökkuðum vængjunum saman og héldum ferð okkar áfram á Vík og fengum að gista á planinu hjá gistiheimilinu Norður-Vík en staðarhaldararnir eru einmitt forfallnir svifvængjaflugmenn.

Daginn eftir vorum við vaktir af stálpuðum hóp hænsna og hittum einnig hóp annara flugmanna sem voru á leiðinni uppá Reynisfjall og slógumst við með í för. Þar var nokkuð sterk vestan átt og fórum við því neðar í vesturhlíðar fjallsins til að leita að þægilegri stað til að fara í loftið. Reyndasti maðurinn í hópnum hann Brynjar ákvað að fara fyrstur af stað. Svæðið sem við vorum á var frekar þröngt og lenti hann í að fá kröftuga hviðu í vænginn og drógst aðeins upp hlíðina og yfir stein sem endaði með nokkrum slitnum strengjum og nýju kennileiti sem við kusum að kalla Brynjarsstein. Þetta atvik dróg aðeins úr mannskapnum en engu að síður ákveðið að fara miklu lengra niður grasbrekkuna í von um betri stað til að fara í loftið. Óðinn reið á vaðið og fékk sterkt lyft og náði strax uppfyrir brún. Var þá ekki eftir neinu að bíða og allir drifu sig í loftið í fínum vindi sem varð þónokkuð norðanstæður með lítilli ókyrrð. Eftir gott hang meðfram hlíðunum í vel yfir klukkutíma voru menn svangir svo við lentum og fórum í mat á Vík.

Eftir matinn fórum við að Hjörleifshöfða en þar var of hvasst svo við fórum aftur í vesturhlíð Reynisfjalls og upp að sama upptökustað og síðast. Eitthvað fannst okkur vindurinn hafa styrkts en hann var orðinn vestanstæðari og því meira inn í hlíðar fjallsins. Arnar tók fystur á loft og fékk alveg frábært lyft langt uppfyrir brún. Loftið var alveg silkimjúkt og svifu menn þar eins og ernir langt ofan við fjallið og náðum við yfir 550 hæðarmetrum og svifum í alsælu fram og til baka eftir endilöngu fjallinu í vel yfir 2 tíma í fullkomnum aðstæðum.

Daginn eftir reyndu Óðinn, Arnar og Ástríður aftur við Hjöleifshöfða þar sem vindurinn var ekki eins sterkur og daginn áður. Ástríður reið á vaðið og flugið hennar leit vel út svo við létum ekki slag standa og drifum okkur í loftið, náðum strax miklu lyfti og fórum vel yfir höfðan. Mikil termík og vaxandi vindur gerðu flugið þeim mun áhugaverðara og þar af leiðandi talsverð ókyrrð sem tók aðeins á sálina. Eftir gott flug lenti Arnar í því að festast í vindþrengiáhrifum í litlu gili og eftir smá barsl náði hann að sleppa með fullan speedbar og þyngdarfærslum. Erfitt reyndist að lenda þó farið væri lengra frá fjallinu til að reyna að sleppa úr mesta uppstreyminu en þá jókst bara lyftið frá hitauppstreyminu af svörtum söndunum og lenti Arnar í samfalli í fyrsta sinn en náði að recovera hratt og lenti svo mjúklega. Á leiðinni heim var aftur stoppað við Seljalandsfoss og reynt við flug en vindurinn var of sunnanstæður og breytilegur. Enduðum við með að bíða lengi áður en við náðum að taka á loft en náðum þá smá flugi áður en haldið var heim.

Myndir

Arnar gröndlar á námskeiðinu í Reykjavík
Fyrstu lágflugin í Kögurhóll
Flogið í Hafrafelli
Flogið yfir Reynisfjalli
Arnar flýgur í Reynisfjalli
Wúhúú!
Arnar með Dyrhóley í bakgrunni
Arnar
Reynisfjall vestur
Arnar gerir sig kláran að taka á loft
Arnar nær sér í hæð
Hátt fyrir ofan Reynisfjalli
Glittir í Reynisdranga
Horft til vesturs
Ástríður
Ástríður
Arnar
Flott
Þórður Ingi
Gísli í tandem flugi
Reynisfjara
Reynisdrangar
Flott
Þórður
Hænurnar á Norður-Vík eru spakar
Arnar flígur í Hjörleifshöfða
Ástríður flýgur við Hjörleifshöfða
Ástríður
Ástríður
Hátt yfir Hjölrleifshöfða
Seljarlandsfoss, Sammi í loftinu og Ása gerir sig tilbúna
Flogið yfir Seljarlandsfoss