Það var löngu kominn tími á retour á þessa leið, en það að Palli og co hafi farið fyrir skemmstu og sett bolta í hana var eingöngu til að bæta á þann löngunareld sem kominn var. Leiðin kemur alltaf skemmtilega á óvart, ekki mjög tæknilega erfitt en langt og alpalegt umhverfi og turninn sjálfur efst er alveg punkturinn yfir i-ið.

Addi og Gummi skelltu sér í leiðina laugardaginn 23. ágúst og tóku herlegheitin ca. 7-8 tíma frá bíl í bíl þar sem við tókum okkur ágætis tíma í þetta án þess þó að vera að slóra. Boltarnir koma ágætlega út, fyrsti bolti sýnir hvar maður á að fara upp og svo koma þeir á ágætis staði einnig sem akkerin eru mjög góð.
Einnig er best að fara beint upp þegar sigið er niður af turninum og þar fyrir ofan efsta klettinn er mjög góð vinasprunga og bolti þar við hlið (sem við tókum ekki eftir fyrren við vorum báðir komnir upp).

Fara skal með gát þegar leiðin er klifruð, þar sem nokkuð er um lausa steina, bæði stóra sem smáa.

Myndir

Addi setur afgangsdótið í bílinn
Heljaregg
Gummi í fyrstu línuspönn
Gummi í fyrstu línuspönn
Addi að klára fyrstu spönn
Addi að fara í 2. spönn
Addi klifrar og þarna sést í eitt nýja akkerið.
Gummi kemur upp 2. spönn
Gummi
Gummi
Gummi
Gummi í 3. spönn
Addi í 4. spönn
Annað sjónarhorn
Addi
Gummi kemur upp 4.
Gummi leggur í turninn
Gummi
Gummi
Þarna sést glitta í Adda neðarlega
Addi að klára turninn
Addi á brúninni
Gummi myndar
Toppa-turnamynd
Addi gerir klárt fyrir sig niður í skarð
Addi í lokakaflanum.
Gummi
Addi á Vesturbrúnum
Smá jarðfræðipælingar í lokin