Helgina 17 til 18. janúar fóru Óðinn, Gummi og Arnar út úr bænum til að taka þátt í vetrar hittingi svifvængjamanna sem haldinn var á Vík í Mýrdal. Þar miðluðu menn þekkingu sín á milli í örfyrirlestrum þar sem við tókum þátt og vorum með myndasýningu og almennt fjallaspjall um mögulega framtíðarflugstaði. Einnig var farið yfir búnað fyrir komandi flugtímabíl og kvöldvaka haldin.

Þar sem lítið veður er til flugs á þessum árstíma fórum við á sunnudaginn í leit að ís. Á leið okkar til Víkur sáum við að það væri greinilega slatti af ís ennþá við Parardísarfoss en vegna myrkurs gátum við ekki alveg verið vissir. Stefnan var því að sjálfsögðu tekin þangað en þegar við komum á staðinn var ísinn alvarlega sólbakaður og því of hættulegur til að klifra. Þungt færi var norðan við Eyjafjallajökul og fórum við því í Fljótshlíð og litum inní Þórólfsgil. Þokkalegur ís var í gilinu og var ísmesta línan framarlega í gilinu tekin. Þar sem við vorum í tímaþröng þá létum við það nægja og héldum heim á leið sáttir eftir fína helgi.

Myndir

Sólsetur á Vík
Para Jenga
Sólbökuð Eyjafjöll
Þórólfsgil
Arnar gengur inn gilið
Svæðið virt fyrir sér
Gummi leggur af stað
Gummi
Ísmyndanir
Gummi
Gummi
Alveg að koma
Óðinn kemur upp
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Óðinn
Óðinn kemur upp
Flott lína