Hið árlega ísklifurfestival Íslenska alpaklúbbsins er viðburður sem við reynum aldrei að missa af. Þar mætast flestir klifrarar landsins og reyna að eiga góða helgi saman og klifra nýjar leiðir sem gamlar oft á framandi svæðum á landinu. Árið 2009 var þetta festival haldið í Arnarfirði þar sem gert var út frá Bíldudal sem er hreint magnaða svæði sem hefur að geyma ótrúlegan fjölda af stórum og flottum leiðum í mögnuðu umhverfi. Oft hefur verið reynt að halda þetta festival á því svæði aftur en vegna óheppilegs veðurs síðustu ár þá var það ekki hægt fyrr en núna helgina 19-22.febrúar. Fjöldi klifrara mættu í bæinn á fimmtudag og föstudag en þar voru fyrir nokkrir bretar sem höfðu verið þar að klifra í vikunni.

Seint á föstudagskvöldi eftir langa bílferð í myrkri og frekar erfiðu færi mættu Óðinn og Arnar á gistiheimilið Stikklur þar sem flestir voru saman komnir en planið var að vera þar fram á mánudag. Eftir smá spjall og nokkra kalda komumst við að því að herbergið okkar var læst og enginn á svæðinu svo að við enduðum með að taka púða úr sófanum og leggja okkur á göngunum.
Daginn eftir komumst við að því að um miskiling var að ræða þar sem ekki var búist við okkur fyrr en á laugadaginn en eftir morgunmatin var því máli gleymt og við tókum okkur saman fyrir daginn. Flestir voru á því að kíkja í Innrihvilft og eltum við því mannskapinn þangað. Við völdum 2 óklifraðar leiðir sem Siggi Tommi benti okkur á í miðju þilinu og leiddi Óðinn þá fyrri sem var nokkuð brött og fékk nafnið Naglfari WI4+ 55m. Því næst var farið lengra til austurs í þilinu og leiddi þar Arnar nýja leið sem fékk nafnið Hrymur WI4 45m. Lítið var eftir að sólarljósi eftir það svo við komum okkur bara niður í bíl og aftur á gistiheimilið þar sem við snæddum príðisgott heimagert lasagna sem Ása gestgjafinn okkar útbjó fyrir svangan hópinn.Þökkum henni fyrir hlýlegar mótökur og góðan mat.

Um nóttina og daginn eftir fóru flestir heim vegna þess að spáð hafi verið stormi á sunnudeginum og áætlað að hann næði hámarki uppúr 13:00 og vildu flestir vera komnir vel á leið heim. Við ætluðum ekki heim fyrr en á mánudag svo við ákváðum að taka stuttan dag á sunnudeginum og fórum í smá roadside-klifur í Svörthömrum þar sem við settum upp toprope og skemmtum okkur vel í vel yfirhangandi mixklifri. Hreint frábærir klettar í mixklifur og næst verður pottþétt komið með borvél og bolta.

Á mánudaginn vorum við báður sammála að við vildum ná að klifra eins og eina flotta leið í lokin en vegna þess að við höfðum ekki mikin tíma þá þyrfti hún að vera ekki of tímafrek. Valið var þó auðvelt þar sem við höfðum verið að horfa á svakalega flott kerti hinum meginn við fjörðinn frá Bíldudal í Byltifjalli sem okkur leist vel á. Labbið var nokkuð þægilegt upp að leiðinni sem liggur í mögnuðum hömrumum úr flottu bergi sem vel mætti skoða til klettaklifurs. Þegar undir leiðina var komið var nokkuð ljóst að leiðin væri mun stýfari en við héldum. Alveg lóðrétt í tæknilegum hörðum kertuðum ís. Óðinn fékk heiðurinn á því að leiða þetta kvikyndi sem tók hressilega í en á endanum staulaðist hann upp leiðina með glæsibrag og fylgi Arnar á eftir móður og másandi. Úr var ný leið sem fékk nafnið Hrímþurs WI5 45m.
Sáttir með klifrið gengum við aftur niður í bíl og keyrðum heim á leið. Þar sem við vorum nokkuð snemma á ferð og sól á leiðinni notuðum við tækifærið til að taka myndir af nýjum mögulegum íssvæðum á leiðinni en það kom okkur á óvart hve mikið magn af stórum og flottum þiljum og kertum eru í fjöllunum á Barðaströndinni sem verða vonandi heimsótt síðar. Ófært var á klettshálsinum svo við þurftum að taka Baldur yfir fjörðinn sem var kærkomin hvíld og við tók svo fínt færi frá Hólminum og heim.

Myndir

Komnir í Arnarfjörð
Flott
Gengið upp í Innrihvilft
Flott ísþyl
Skabbi í Blindsker WI5
Skabbi
Skabbi
Arnar til í slaginn
Arnar eltir upp Naglfar
Arnar
Hristir úr löppunum
Barist
Siggi Tommi kemur niður Blindsker
Siggi
Ottó og Kata eins og maurar í hlíðinni.
Arnar leiðir Hrym
Arnar
Siggi leiðir Fenris WI5+ 70m
Siggi
Svakalega flott leið
Rosalega flottar leiðir
Siggi og Skabbi að éta snjó
Flott hús í flottu umhverji
Keyrðum aðeins norður upp fjörðinn
Bíldudalur
Arnar í Svörtuhömrum
Erfit
Óðinn sýnir hvernig þetta er gert
Óðinn
Óðinn
Bókstaflega á veginum
Óðinn
Arnar
Svaka stuð
Verkefni mánudagsins
Óðinn leggur af stað
Óðinn berst við skrímslið
Óðinn
Arnar kemur upp
Arnar
Arnar
Alveg að koma
Arnar að byrja sigið niður Hrímþurs WI5
Bíldudalur séður frá Byltufjalli
Barðaströnd
Sólsetur á sjónum
Arnar kveður Vestfirði